Sjálfbærni, ofnotað tískuhugtak.

Sjálfbær þróun og sjálfbærni er hugtak sem er mikið í tísku að nota um þessar mundir.

Ef merking þess er skoðuð þýðir sjálfbærni eitthvað sem þróast eða þrífst t.d. án þess að gengið sé á auðlindir. Um er að ræða eitthvað sem er það endurnýjanlegt að hægt sé að nýta það. Sem dæmi um þetta er nýting sólarorku, vindorku og fallorku.

Sjálfbærni eða sjálfbær þróun er þegar eitthvað (hvað svo sem það kann að vera) í þessum heimi er skilað eins góðu til næstu kynslóðar eins og það var þegar núverandi kynslóð tók við því.

Sumir segja að Kárahnjúkavirkjun sé sjálfbær. En er hún það?
Ef svo er þá ættu framkvæmdir að vera afturkræfanlegar.  
Sama má segja um að jarðhitavirkjanir. Þær eru varla sjálfbærar í þeim tilvikum sem gengið er á orkuforðann.

Megináherslan í þessari færslu er að hugtakið sjálfbær er oft notað í ýmsu samhengi án þess að maður sjái stundum hvernig það tengist því sem verið er að ræða um. 

Í bloggfærslu Eyglóar Harðardóttur kemur fram að bóndi nokkur hafi sagt sem svo að sjálfbærni sé ekkert annað en heilbrigð skynsemi.

Ef eitthvað er til í þessu þá er allt eins gott að nota bara hugtökin heilbrigð skynsemi þegar viðkomandi vill lýsa einhverju sem hann telur að þróist án þess að skerðast.

Flestir, vonandi skilja hvað meint er þegar talað er um heilbrigða skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband