Ólík sjónarmið álitsgjafa Kastljóss í gærkvöldi

Það voru sannarlega ólík sjónarmið álitsgjafa Kastljóss í gærkvöldi en þeir voru spurðir um skoðanir og viðhorf sín er varðar eitt og annað sem lýtur að efnahagsviðburðum ársins.

Sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að benda á eins og helstu ummæli ársins, helsta hneykslið og annað  sem þessum aðilum fannst standa upp úr.

Ómar Valdimarsson fannst mér vera sá sem virtist vera nálægt raunveruleikanum, alla vega eins og ég sé hann og sama má segja um fleiri sem spurðir voru.  Ég var reyndar ekki sátt við það sem einn álitsgjafinn sagði um Dorrit forsetafrú.

Þeir sem vilja gera svokallaða útrásarvíkinga að helstu ábyrgðarmönnum alls þessa stóra vandamáls tel ég að séu ekki alveg að sjá heildarmyndina. En það er vissulega bara mín skoðun.

Álitsgjafarnir sem töluðu um viðvörunarbjöllurnar sem löngu voru farnar að hringja og spurðu af hverju ekki var brugðist við, fannst mér vera með fingurinn á púlsinum.

Mikið vildi maður að hlustað hefði verið á þessar bjöllur og á þeim tekið fullt mark.
En svo er alltaf hægt að segja svona eftir á og spurningin er hvort aðrir stjórnmálamenn/stjórnmálaflokkar hefðu verið frekar vakandi?

Það mun náttúrulega aldrei fást staðfest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Týndi þér smá, er ekki tími til að tengjast á ný??

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sömuleiðis Ásdís mín, það er einmitt ekki vinnandi vegur að fylgjast með öllum bloggvinum sínum þótt maður svo gjarnan vildi. Þetta er allt spurning um tíma.

Gleðilegt ár

Kolbrún Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 19:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband