Velferðarkerfið verður að virka

Velferðarkerfi verður að virka er hugsun sem margir deila um þessar mundir. Oft var þörf fyrir góðu velferðarkerfi en nú er nauðsyn. Í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem ríkja í samfélaginu er sennilegt að velferðarmálin verði sá málaflokkur sem muni hafa mikið vægi í komandi kosningum.

Þegar talað er um velferðarmál skal það haft í huga að verið er að vísa til breiðs sviðs, allt frá innsta kjarna manneskjunnar: andlega- og líkamlega líðan hennar yfir í nærumhverfið eins og fjölskylduna og stofnanir sem hana þjónusta. 

Þær kringumstæður sem nú ríkja eru sem betur fer ekki dæmigerðar. Það er því nauðsynlegt að skoða í nýju ljósi þau mál sem lúta með einum eða öðrum hætti að manneskjunni og velferð hennar.

Atvinnuleysi vex með degi hverjum og mörg heimili eru nú þegar sokkin í skuldafen. Gæði þess velferðarkerfis sem hér verður við lýði á komandi misserum byggist á hvort tekst að reka það með hagkvæmum hætti án þess að skerða þjónustuna að heitið geti. 

Meginmarkmiðið er að lyfta undir bagga með þeim einstaklingum sem geta ekki séð sér og sínum farborða, í sumum tilvikum tímabundið en í öðrum tilvikum varanlega. Enginn á að þurfa að líða skort á grundvallarnauðsynjum á borð við öruggt  húsaskjól, fæði og klæði. 

Annað kvöld á ÍNN verður gestur minn Í nærveru sálar, Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Við munum ræða saman um Sjálfsstæðisflokkinn og velferðarmálin. Ein af þremur meginstefnum flokksins er uppbyggingu velferðakerfis til að tryggja samstöðu í þjóðfélaginu. Gera má ráð fyrir að framsetning stefnunnar hafi þó tekið breytingum í takt við tíðarandann hverju sinni, aðstæður í þjóðfélaginu síðan hverjir vermdu ráðherrastólanna á hverjum tíma.

Hversu mikið vægi velferðarkerfið hefur haft síðustu ár í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar mun Stefanía leitast við að svara ásamt fleiri spurningum þessu tengdu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá einu sinni R. Williams leikara segja í kvikmynd að skipta ætti reglulega um stjórnmálamenn. Hann sagði það ætti að skipta þeim út ótt og títt eins og bleyjum og af sömu ástæðu. Mér finnst þetta ennþá fyndið og jafnvel svolítið til í þessu. Gangi þér vel í prófkjörinu. Mér finnst fyllilega tímabært að stjórnmálamenn endurskoða hvernig veðheimildir eru notaðar hér á landi. Getur verið eðlilegt að þegar svona hamfarir verða þá séu neytendur þeir einu sem hafa áhættuna? Ætti ekki að tryggja að veðheimildir verði að duga og bankarnir eigi ekki heimtingu á neinu umfram þær? Ef veðin dugi ekki tapi bankinn því sem er umfram. Held að ekki hefði farið svona illa ef bankastofnanir hefðu þurft að láta sér þær nægja og ekki hefði verið lánað svona ótæpilega.

Adda Sigurjóndóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband