Lán og lánleysi

Bendi á pistil Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra á bls. 25 í Mogganum í dag. Þar útskýrir hann með dæmisögu hvernig niðurfelling 20 prósent allra skulda myndi hafa áhrif á þrjá menn sem eru í ólíkum fjárhagsaðstæðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti ég gerast svo djarfur að óska eftir þínum rökstuðningi fyrir því að þetta sé ekki fær leið?

Borat (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Vísa í þennan pistil sem færslan er um í dag og marga aðra sem hafa fært góð rök fyrir því undanfarna daga Borat. Færðu rök fyrir því af hverju þú telur þetta færa leið eða jafnvel góða leið. Mín hugsun er sú að með því að fella eitthvað sem þetta niður þurfa aðrir að greiða það. Svona strikast ekki út eins og það hafi aldrei orðið. Auk þess ef þú lest það sem um þetta er skrifað af mér fróðari fólki á þessu sviði þá er þessi leið ekki einu sinni væn fyrir þá sem skulda hvað mest.

Með kveðju til þín.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Bætur til þurfalinga eða flöt skuldaniðurfelling það er það sem þú ert að spyrja um. 

Orsök kreppunnar er að of mikið af skuldum er á veðhæfum eignum í hagkerfinu. Með veðhæfum eignum er átt við allar efnislegar og huglægar eignir. Lausnin felst í því að koma á nýju jafnvægi. Til þess eru tvær leiðir, auka veðin eða minka skuldirnar (peningana). Leið til að auka við veðin var til dæmis að fá IMF til að lána okkur pening, veðin aukast við það vegna þess að þá fær alþjóðasamfélagið meiri trú á okkur. Leið til að minnka skuldirnar er að afskrifa þær í gjaldþrotum. Það er hefðbundin og jafnframt skilvirk leið til að jafna út eignir og skuldir. Í aðgerðum Breta gegn kreppunni er þessum lið hinsvegar næstum alveg sleppt og þeir dæla bara peningum til allra sem vantar þá og bíða svo bara eftir verðbólgunni, sem er líka leið til að afskrifa skuldir.

Flöt Lækkun höfuðstóls húsnæðislána tekur á raun orsök vandans. Að útdeila ofurbótum í gegn um bótakerfið eins og VG og SF stefna orði í að gera er plástur sem hjálpar að vísu þeim sem minnst mega sín sem er vel, en það lagar ekki ónýtan fasteignamarkað og gæti jafnvel aukið á vandan. Til að rökstyðja af hverju bendi ég á grein Dr.Doom hér. en hann er sá hagfræðingur sem hefur einna mestan trúverðugleika í dag í það minnsta meiri en Gylfi Magnússon. Hann spáði fyrir um kreppu eins og Gylfi svo margir aðrir,  munurinn er hinsvegar sá að hann lýsti atburðarásinn sem koma skildi í smáatriðum á meðan flest allir hinir spáðu bara kreppu.

Á íslandi er verið að afskrifa mikið af peningum með gjaldþrotum sem er vel.  Okkar vandi er hinsvegar sá að  vertryggðar krónur rýrna ekki í verðbólgu, og hún mun fara af stað við fyrirhugaða endurfjármögnum bankanna.

Við þær aðstæður sem nú hafa skapast  er því mikill grundvallarmunur á því  að færa niður höfuðstól lána og dæla bótum til þeirra 20 til 30% sem mest þurfa á því að halda. jafnvel þó hlutfallslega verði sett jafn mikið af peningum í báðar leiðr.

Munurinn liggur í því að féð sem Gylfi ætlar að eyða í gegn um bótakerfið fer ekki til þeirra sem keyra áfram velmegunarhagkerfið heldur til þeirra sem nenna ekki að vinna og lifa á hinum. Hættan er sem sagt sú að eina fyrirtækið sem virkilega mun blómstra með bótaleiðinni verið ÁTVR.

Guðmundur Jónsson, 20.3.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

ég hef aldrei skilið þetta. En segi: Bóndi nokkur missir eitt lamb og fær bætur fyrir. Á þá öll sveitin að fá sambærilegar bætur þó öll lömbin séu sprelllifandi ? Þetta er mín hagfræði.

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 19:00

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sæl Kolbrún.   Það verður nú að segja að "pólitískt innlegg" hins óflokksbundna viðskiptaráðherra er nú í anda þeirra verstu skætingspólitíkur sem við höfum orðið vitni að á síðustu vikum.

Hvet þig til að skoða bloggið hans bensa http://blogg.visir.is/bensi

það má nefnilega rökstyðja 20% niðurfærslu - og ná árangri fyrir alla.  Ávinningurinn kemur til með því að forað okkur frá margfalt víðtækara tjóni .  Sjáðu líka Hagsmunasamtök Heimilanna www.heimilin.is 

. . . við megum ekki nokkur tíma missa.  Aðgerðin er skjótvirk - ódýr í framkvæmd og virðir jafnræðið.  Ef einhverjir eru svo vel stæðir að þeir þurfa ekki á slíkri niðurfærslu að halda -  þá tökum við á því í gegn um bratta skattlagningu - til að ná "réttlætismarkmiðunum" . .

Ef þú hefur fundið betri og jafn skjótvirka aðferð - þá bentu endilega á hana . . . . . en í bili virðist 20% niðurfærslan eina heildstæða tillagan á sem er á borðinu

Benedikt Sigurðarson, 20.3.2009 kl. 22:11

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl Kolbrún mín.

Ég er hjartanlega sammála þér og tek það fram hér að mér eru málin ekki alls ókunnug því ég starfa sjálf í fjármálageira.

Þetta er enn einn reikningurinn sem sendur yrði til ríkiskassans - skattgreiðendur myndu borga þetta splæs -  þennan 20% afslátt á skuldum fólks og fyrirtækja þegar upp er staðið. Ég furða mig á Tryggva Þór að koma með þessar hugmyndir sem hljóma í mínum eyrum eins og populismi og ekkert annað.   

Skattpíning á Íslandi er orðin með því hæsta sem gerist í heiminum. Vel launaður launþegi greiðir allt að helmingi tekna sinna til samfélagsins. Þessi þróun er "rétt að byrja" skv því sem boðað er í aðgrrðartillögum stjórnvalda.  Þetta býður einfaldlega heim aukinni hættu á skattsvikum og spillingu ýmiskonar s s ranglega skráðum heimilisaðstæðum fólks sem vill nýta sér bætur almannatrygginga o fl o fl.

Marta B Helgadóttir, 20.3.2009 kl. 23:13

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þeir sem koma verst út úr þessu eru þeir sem voru með mikið af lánum eins og myntkörfulánum og bílalánum og tóku jafnvel lán umfram greiðslugetu á góðæristímanum. Óhjákvæmilegt er að einhverjir af þessum aðilum fari í gjaldþrot.

Annar hópur sem ég hefði viljað huga sérstaklega að er ungt fólk sem t.d. var nýbúið að festa kaup á sinni  fyrstu íbúð og í góðri trú tók lán sem það var búið að reikna út að geta greitt af að óbreyttu.

Nú hafa lán þessa fólks hækkað eins og önnur og í ofanálag hafa einhverjir jafnvel líka misst vinnu sína. Þetta eru sannir þolendur efnahagshrunsins. Fyrir marga mun lenging í lánum og að létta greiðslubyrði hjálpa fólki að komast yfir erfiðasta hjallann.

Ég geri ráð fyrir að hópur þeirra sem er hvað verst settur sé afar misleitur og er því ekki sammála því að sama aðferð til hjálpar eigi að gilda fyrir alla.

Það þarf að skoða þennan hóp og greina hann í því skyni að aðlaga þá aðstoð þannig að hún nýtist sem best. 

Kolbrún Baldursdóttir, 21.3.2009 kl. 10:02

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég rak augun í Bakþanka Guðmundar Steingrímssonar aftan á Fréttablaðinu í dag.

Þar segir hann: Forsenda fyrir svona aðgerð (afskrift 20 prósent lána allra heimila) og algjört lykilatriði er að erlendir kröfuhafar afskrifi lánin fyrst.

Ég spyr. Hversu líklegt er að þeir geri það?

Kolbrún Baldursdóttir, 21.3.2009 kl. 10:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband