Átti eflaust að vera hræðsluáróður

Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs blasir við segir formaður Framsóknarflokksins sem ákvað að tjá sig um niðurstöður á mati sem birt er í skýrslu Endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman en þessir aðilar hafa unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Sjá nánar þessa frétt:

 Skýrslan ekki birt en forsendur skýrðar.

Sennilega hefur þetta átt að vera einhvers konar kosningarhræðsluáróður hjá Framsókn til að byrja með sem nú hefur verið leystur upp í að vera í besta falli misskilningur formannsins.

Jæja,  gott að vita að viðskiptaráðherra telji að allsherjarhrun íslensks efnahagslífs sé ekki handan við hornið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband