Af hverju skila sumir auđu?

Ţađ er alltaf einhverjir sem skila auđum kjörseđli. Međ ţví ađ gera ţađ telja ţeir sig vera ađ tjá ákveđna afstöđu.  En hvađa afstöđu eru ţeir ađ lýsa međ ţessu?

Gaman vćri ef viđ reyndum ađ orđa ţađ međ einhverjum hćtti. Međ ţví ađ gera ţađ gćti veriđ ađ í ljós komi ađ ástćđur ađ baki ţví ađ skila auđu séu margvíslegar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Ţorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég held ađ međ ţví ađ skila auđu er viđkomandi búsettur í reiđinni. Máliđ er ađ hann refsar sjálfum sér međ ţví ađ greiđa götu flokka sem hafa stefnur sem eru ósamkvćmar skođunum hans. Reiđin er niđurrífandi og kemur í veg fyrir lausnir og ađ vinna sig út úr kreppunni og áfallinu.

Látum ekki einhverja einstaklinga í flokkunum sem eru okkur á móti skapi rćna okkur hugsjónunum og stefnunni sem 99% flokksmanna vilja fara í. Breytum flokkunum innanfrá og beinum reiđinni í útstrikanir og lausnir.

Adda Ţorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.4.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sćl Kolbrún.

Af hverju skila sumir auđu ?

Jú ef ţú ferđ í kjötbúđ til ađ kaupa ţér gott kjöt en allt kjötiđ í búđinni er úldiđ ţá kaupir ţú ekki neitt.

Ţađ sama á viđ um kjörklefann á listunum er ekkert fólk sem ţú getur hugsađ ţér ađ kjósa nú ţá skilar ţú auđu ađ sjálfsögđu.

Jens Sigurjónsson, 24.4.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Margrét Birna Auđunsdóttir

Einu sinni ákvađ ég ađ skila auđu. Ţađ var eingöngu vegna ţess ađ ég gat ekki hugsađ mér ađ kjósa neinn ţeirra flokka sem voru í frambođi. Ég vissi ađ ţađ myndi ekki breyta neinu ţar sem auđir seđlar eru taldir međ ógildum, ţađ á víst ađ breyta ţví í ţessum kosningum. En ţegar til kom fór ég ekki á kjörstađ vegna mikilla anna ţann daginn. Ţar sem ég gat hvort sem var ekki hugsađ mér ađ kjósa, ţá hćtti ég viđ ađ fórna mínum fáu mínútum til ađ fara og skila auđu.

Margrét Birna Auđunsdóttir, 24.4.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já ţú meinar, Jens, gefa bara frat í ţetta allt og svelta frekar en ađ kaupa úldiđ kjöt?

Einhver niđurstađa mun samt verđa ţ.e. einhver mun sigra, einhver tapa osfrv., alveg sama hve margir munu skila auđu.  Kannski er enginn besti kostur, en einhver er e.t.v. nćstbestur eđa ţar nćstbestur, alltaf er einhver illskástur..

Međ ţví ađ skila auđu ertu ađ kjósa engan eđa alla?
Hafđir sem sagt engin áhrif heldur varpađir ábyrgđinni yfir á hina ađ ákveđa.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Einu sinni munađi minnstu ađ ég skilađi auđu, gat bara ekki samţykkt neinn einn flokk, alltaf eitthvađ mikilvćgt atriđi sem strandađi á. En svo rann upp fyrir mér ljós og ég spurđi mig: hvađa manneskju vil ég helst sjá í ríkisstjórn? og ţá uppgötvađi ég hvađ ég átti ađ kjósa. Géttu hvađ ég kaus. 

p.s. Vona ađ ég sjái ljósiđ fyrir morgundaginn.

Hansína Hafsteinsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Veit ekki Hansína hverja ţú kaust.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Kolbrún. ţađ er sama rassgatiđ undir ţeim öllum, ţađ er enginn illskástur ţví miđur.

Jens Sigurjónsson, 25.4.2009 kl. 03:42

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ţađ kemur í ljós í kvöld hvađa flokkur verđur valinn illskástur

Kolbrún Baldursdóttir, 25.4.2009 kl. 08:53

9 identicon

Mér finnst audir kjörsedlar frábaerir. Thad aetti alltaf ad telja auda kjörsedla med og thar af leidandi syna hve margir thegnar eru á móti öllum flokkunum. Annars finnst mér pólitísk umraeda almennt frekar pirrandi, svipud og trúmal, thad er engin nidurstada, bara skodanir. Thess vegna aetti madur bara ad halda kjafti og hafa sínar skodanir fyrir sig. Sem ég geri hér med.

Kristján Orri Sigurleifsson (IP-tala skráđ) 25.4.2009 kl. 12:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband