Hvernig lítur þetta út? Framsókn tækifærissinnaðir en hvað munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera?

Ég er smá áhyggjufull varðandi það að leggja ESB aðildarákvörðunina fyrir þingið. Formaður Framsóknar virkar svo tækifærissinnaður í svörum. Það er aldrei að vita hvað þeir taka upp á að gera. Spurning líka hvort Jón Bjarnason sé nógu framsýnn. Framsýni og fyrirhyggja er það sem þarf nú að stjórna ferð, ekki hvað síst í landbúnaðarmálunum.

Ég ætla svo rétt að vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji tillögu um viðræður þegar hún kemur fyrir þingið.  ESB er eins og ég sé þetta og hef oft tjáð mig um, stór hluti af því að komast út úr þessum rústum.

Ósk um viðræður mun auka trúverðugleika okkar, skapa traust á alþjóðavettvangi og gefa til kynna að þjóðin hafi yfir höfuð einhverja framtíðarsýn í efnahagsmálum.

Þar til annað kemur í ljós, sýnist mér kostirnir mun fleiri en gallarnir.

Hlakka til að fá að kjósa um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokksins né forysta flokksins hafa neina heimild frá landsfundi hans til þess að styðja viðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Í upphaflegum drögum um Evrópumál var kveðið á um slíka heimild en henni var einfaldlega hafnað. Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í einhverju fjárhættuspili með fullveldi landsins er ég hræddur um að það verði fólksflótti úr honum. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun er meirihluti sjálfstæðismanna ekki aðeins á móti inngöngu í Evrópusambandið heldur sömuleiðis viðræður um inngöngu. Það leyndi sér heldur ekkert hvað mikill meirihluti fulltrúa á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þótti um inngöngu í sambandið eða viðræður um slíkt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hjörtur, stór hluti þar eins og ég skil þetta var á öðru máli. Ég óttast að þessi niðurstaða landsfundar eigi eftir að skaða flokkinn.

Við það er ég ekki sátt.

Kolbrún Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stór hluti á landsfundinum? Það var varla neinn að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið á honum en mikill fjöldi hins vegar gegn henni. Það var alveg ljóst hver afstaða meirihlutans þar var. Allt bendir einfaldlega til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti á hættu að skaðast margfalt meira ef hann tæki stefnu á Evrópusambandið en með því að halda fast við þá stefnu að vera andvígur inngöngu í það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 22:41

4 identicon

Hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokksins né forysta flokksins hafa neina heimild frá landsfundi hans til þess að styðja viðræður um inngöngu í Evrópusambandið.  Þetta er hárrétt er fullyrðing hjá Hirti að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki gefið leyfi fyrir viðræðum um inngöngu í ESB. Hitt er annað að þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa eins og aðrir þingmenn, stjórnarskrárvarin rétt til þess að greiða atkvæði eins og samviska þeirra segir til um. Því er ekki hægt að segja til um það fyrirfram hvernig þingmenn flokksins munu kjósa þegar málið kemur til kasta þingsins.

Rétt er einnig að benda á að flest bendir til þess að niðurstaða landsfundar um ESB inngöngu, hafi orðið til þess að stór hluti fylgismanna aðildar meðal kjósenda flokksins, hafi snúið sér að Samfylkingunni  í nýafstöðum kosningum. Semsagt afstaða landsfundar um ESB aðild stórskaðaði flokkinn í kosningunum. Það skal svo ósagt látið hvort flokkurinn hafi skaðast meira eða minna ef niðurstaða landsfundar þeirra um ESB inngöngu hafi verið á annan veg.  

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæra Kolbrún, ESB kemur okkur ekki út úr vandræðunum sem við höfum ratað í, ef eitthvað er þá er ESB ásamt ýmsu/m öðru ástæðan fyrir erfiðleikunum.  Hvað trúverðugleika varðar, þá fæst hann ekki, hvorki frítt né gegn gjaldi frá ESB.

Með inngöngu í ESB værum við að fjötra okkur við alla þá vitleysu sem þaðan kemur til frambúðar og munum ekki hafa neitt um eigin málefni að segja. 

Komum við til með að fá að kjósa um stjórnarskrá ESB (Lissabonsáttmálann) ?  eða komum við til með að fá að kjósa um nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð þegar búið verður að troða okkur inn í ESB ?  ég held ekki, ekki neitt af því sem kemur til með að skipta okkur máli.

Því segi ég: ESB, nei takk. 

Að Jóhanna og Sandfylkingin ætli sér að hundsa Íslenska þjóð og leyfa henni ekki að ákveða hvort sótt verði um eða ekki er forkastanlegt.  Lýðræðishjal Jóhönnu er ekkert annað en lýðskrum.

Bestu kveðjur, með von um að Ísland verði fullvalda þjóð til langrar framtíðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2009 kl. 13:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband