Sátt við sykurskattinn

Aukinn skattaálagning er í sjálfu sér aldrei neitt gleðiefni. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill að lagður verði á sérstakur sykurskattur.

Þessi tillaga er góð og í raun mjög góð ef hún er hugsuð þannig að skatturinn verði notaður til að niðurgreiða tannlæknaviðgerðir barna. Þess utan er sennilegt að með þessari framkvæmd mun draga úr kaupum á sætindum og gosi sem leiðir til bættari tannheilsu barna og ungmenna. Allir vita að sykurneysla í óhófi er engum holl hvorki börnum né fullorðnum.

Vitað er að tannheilsu barna og ungmenna hefur farið hrakandi hér á landi. Svo virðist sem fjöldi fólks hafi ekki ráð á að senda börn sín til tannlæknis eða í það minnsta hafi ekki alltaf sett það í forgang, ef marka má aðsóknina í ókeypis tannlæknaþjónustu sem boðið hefur verið upp á nokkra laugardaga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg hef heyrt að Mjólkursamsalan sé stærti sykurkaupandi á Íslandi.

Að setja á sykurskatt hækkar verð á öllum neysluvörum og það er nú ekki það sem þjóðin þarf í dag.

Það á að setja verðlagshöft á helvítis tannlæknana og fylgjast vel með þeim.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Af hverju þarf að framleiða sykraðar mjólkurvörur?
Í ákveðnum tegundum af  jógúrt má finna sykurmagn sem samsvarar allt að 5 sykurmolum. Kannski hefur eitthvað dregið úr þessu.

Það er sykur í ótrúlegustu vörum. T.d. í sum brauð er enn verið að setja sykur. Mætti ekki endurskoða þetta?

Kolbrún Baldursdóttir, 16.5.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú ert enn í Sjálfstæðisflokknum er það ekki...?

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.5.2009 kl. 13:20

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Að sjálfsögðu.

Það er svo gott við þann flokk að það þurfa ekki allir að hafa nákvæmlega sömu skoðun á öllu

Kolbrún Baldursdóttir, 16.5.2009 kl. 13:27

5 identicon

Tannlækningar barna eru ekki stóra málið í þjóðfélaginu í dag, þótt vissulega sé það þarft málefni.  Þegar mikill niðurskurður er í gangi þá er ekki hægt að auka útgjöld í slík mál.

Þessi skattlagning hefur áhrif á vísitöluneysluverðs, verðbólgu og þaðan af lán og afborganir lána

Þessi skattlagnin er út í hróa hött eins og málin standa í dag.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hélt að sykurát væri ekki flokksbundið

Finnur Bárðarson, 16.5.2009 kl. 17:25

7 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nú er ég aldeilis hneykslaður á þér Kolbrún,?? Að detta það í hug að styðja þessa skattpíningu á sykur,??? og styðja þessa leiksýningu hjá Ögmundi,??ég á ekki orð,eins og Arnar segir þá hækkar þetta verðbólgu enda hefur það áhrif á vísitöluneysluverðs,??ekki er það gott fyrir heimildin og þá atvinnulausu(a gleymdi því þú ert í sjálfstæðisflokknum,auðvita þeir sem komu þjóðinni í þennan skít,)alltaf einhver skýring á öllu,nei þeim í´ríkisstjórninni væri nær að taka á þeim stóra vanda sem steðja á þjóðinni,efnahagsmálum,gera bankana virka,hjálpa heimilunum og koma fyrirtækjum til hjálpað,og geyma þessa orku sem þeir nota í ESB málin þangað til síðar,en þarna sýnir Ögmundur hvaða leið þessi ríkisstjórn ætlar að fara,hækka skatta og búa til skatta,???ekki er þetta rétta leiðin,því miður. kær kveðja konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 16.5.2009 kl. 17:54

8 identicon

Auðvitað á að hækka skatta á skyri um ca 400% .nú þá borðar enginn sykur. Hækka svo skatta á bensíni um 400% nú þá keyrir enginn bíl.
Hækka skatta á öllu það leysi allt .

Reyndar eru það bara aumingjarnir sem eru alslausir eftir bankakreppuna sem munu ekki borða sykur eða  keyra bíl en þeir sem græddu í bólunni eru í góðum málum. Búið að fella niður skuldir þeirra og þeir get þá rúntað um ísland og þurfa ekki að hafa áhyggju á að einhver vesalingur á lámarkslaunum( ef hann er þá með vinnu)  sé að þvælast á vegi hans.

Skatta hækkanir eiga eingöngu að beinast að þeim sem sitja eins og ormar á gulli á öllum þeim pening sem þeir stálu eða "Græddu" í bólunni en líklega er það of sein því þessi peningur er löngu horfinn úr landi.

En ég mæli með að stjórnmálamenn komi með tillögu að því hvernig hægt sé að AUKA verðmæta sköpun í landinu, en ekki drepa allt niður með skattahækkunum.

T.d. það var settur hópur saman um hvernig hægt væri að minnka eldsneytis eyðslu. Eftir mánaðar þrotlausa vinnu þá kom útkoman.

HÆKKA VERÐ á eldsneyti.  Því líkt og annað eins hvers vegna komu þeir ekki með lausnir t.d. að þeir sem vilja breyta bílnum sínum í rafmangsbíl fá styrk til þess eða verð á því sé skatt frjálst eða koma með lausnir. 

Hækkun á eldsneyti skila engu því þjóðfélagið er byggt upp þannig að almenningur verður að fara á milli staða með bíl.

Mæli svo með að alþingis menn missi bílahlunnindi og frítt bensín.

Bara svo þeir geti komið sér eitthvað nær almenningi

Halldór (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 18:46

9 identicon

Er hinn typíski sjálfstæðismaður þá sugarboy or a sugargirl, Hjörtur????

Fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi tannheilsu ungdómsins voru í góðu ferli í nokkuð mörg ár en Sjálfstæðisflokkurinn vildi spara í þessu og þessu var hætt.

HH (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:23

10 identicon

Er hinn typíski sjálfstæðismaður þá sugarboy or a sugargirl, Hjörtur????

Fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi tannheilsu ungdómsins voru í góðu ferli í
nokkuð mörg ár en Sjálfstæðisflokkurinn vildi spara í þessu og þessu var
hætt.

Eggert. (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:29

11 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Held einmitt að þetta hafi ekkert að gera með pólitík. Þjóðin er í þrengingum. Það þarf bæði að skera niður og auka einhverjar álögur. Því ekki að gera það með þessum hætti, þ.e. á vöru sem engan skaðar að stilla í hóf.

Kolbrún Baldursdóttir, 16.5.2009 kl. 20:04

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kolbrún. þetta voru orð að sönnu hjá þér. Við erum öll íslendingar og þurfum að leggja pólitískum öfgum og fara að vinna saman. Ástandið leyfir ekki annað núna. þjóðarhag ekki flokkshag.

Ofneysla sykurs er vaksandi heilbrigðis vandamál. Ekki bara tannanna vegna. þetta með sykur í mjólkurvörum hef ég aldrei skilið. Til eru þeir sem kaupa litlar mjólkurvörur vegna þess.

Ef bændum verður gert ókleyft að stunda búskap leggst nú líka skyr og jógúrt af og mjólkursamsalan verður þá að nota sinn sykur í annað. En það er nú önnur saga.

Heilbrigðiskerfið er of dýrt til að hægt sé að loka augunum fyrir þessum sykur vanda. Samt er venjulegur sykur hollari (innan hóflegra marka) en gervisykur. það voru gefnar upp rangar upplýsingar gervisykur á sínum tíma þegar átti að markaðssetja hann. Hann er semsagt miklu óhollari en venjulegur sykur. En það hefur aldrei mátt koma upp á yfirborðið því þá tapar framleiðandinn.

Vandrataður gullni meðalvegurinn. 

Hvað þá þegar offituvandamálum fer fjölgandi. það erekkert sem mælir með ofnotkun sykurs

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 09:28

13 Smámynd: Emmcee

Þessi aðgerð virkar bara í svart-hvítum heimi og á skrifborðinu hans Ömma.  Aukinn skattur á vörur sem innihalda sykur mun bara rúlla út í verðlagið og leggst ofan á lánin okkar - eins og nefnt hefur verið hér að ofan.  Það hefur löngu sannað sig að hækkandi verð á sætindum hefur ekki áhrif á neyslu þeirra.  Þrátt fyrir hækkandi skatta á sætan og "óhollan" mat mun verðlag á þeim aldrei komast í sömu hæðir og lífrænt ræktað grænmeti og fiskur og annað þess háttar sem teljast á hollt og gott.

Svo er annað sem veldur hrakandi tannheilsu barna en sykur en það er sýra í drykkjum.  T.d. ávaxtasafar sem eru algerlega sykurlausir en gegnsýrðir hins vegar.  Kolsýrt vatn hefur einnig skaðleg áhrif á glerjung tanna.  Held að fræðsla, forvarnir og almenn tannhirða væri nærtækari leið í þessu en aukin skattheimta í skjóli forræðishyggju.

Skattar á eldsneyti eiga að skila sér í vegagerð en gera það einungis að mjög litlu leyti.  Af hverju ætti þessi skattheimta þá að skila sér rétt leið?

Emmcee, 17.5.2009 kl. 10:53

14 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi tillaga Ögmundar hefur lítið með tannvernd að gera, því peningarnir eiga ekki að vera eyrnamerktir tannvernd. Þetta er ekkert annað en neyslustýring, sem á að skaffa pening í botnlausan kassann.  

Eftir eitthvert mesta góðæri sem nokkur þjóð hefur upplifað kemur á daginn að taumleysið sem réði ferð útrásarvíkinganna gegnsýrði allt samfélagið. Á meðan víkingarnir lifðu hátt á okkar kostnað, lifðu foreldrar á kostnað tannheilsu barna sinna. Börnin gerðu bara eins og hinir; tróðu upp í sig eins og þau gátu í sig látið. Geðræn vandamál barna, holdafar og tannheilsa bera þess órækt vitni að góðærið kom til barnanna í formi óhófs. 

Tannskemmdir eru eitt af þeim heilsufarsvandamálum sem hægt er að fyrirbyggja með tiltölulega einföldum og ódýrum hætti. Sykur og sælgæti í hófi og sama má segja um súra drykki. Slík neyslustýring er á hendi foreldra sem þurfa kannski að gefa dálítið meira af tíma sínum en ættu að sjá sér hag í því.

Góð tannhirða er þó það sem mestu máli skiptir. Einnig hún tekur tíma, en miðað við þann ávinning sem burstun tanna felur í sér, þá er það smámunir í samanburði við það að láta  barnið kveljast af tannpínu.

Það á ekki að þurfa neinn Ögmund inn á heimilin til að taka að sér hlutverk foreldra.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2009 kl. 11:08

15 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Get vel tekið undir þetta Ragnhildur. En af hverju er tannhirða barna svona bágborin (ekki allra nota bene)? Ekki má gleyma öllum þeim foreldrum sem gæta vel að því að halda þessum hlutum sem öðrum í lagi hjá börnum sínum.

Athuga ber að tannskemmdir verða ekki á einni nóttu. Síðustu ár hafa verið góðæri. Í það minnsta höguðu margir lífi sínu eins og um góðæri væri að ræða þótt hluti af því hafi e.t.v. verið ákveðin blekking. Samt segja tannlæknar að ástandið uppí munni barna okkar hafi ekki lengi verið eins slæmt.

Eitthvað gleymdist í góðærinu. Einhverjir foreldrar gleymdu að kenna börnunum sínum að bursta tennurnar og á sama tíma gættu þess ekki að halda sykurneyslu þeirra í lágmarki, nú eða létu það sitja á hakanum að fara með þau í reglulega skoðun.

Svo kannski þarf bara Ögmund inn á alla vega sum heimili til að koma þessum hlutum í lag?

Kolbrún Baldursdóttir, 17.5.2009 kl. 11:19

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott og vel, Kolbrún: - En hvers vegna á að gera það á kostnað allra þeirra sem sýnt hafa ábyrgð í uppeldi barna sinna? Fólk sem hefur gefið börnum sínum hollan mat og haft stjórn á þeirri óhollustu sem óhjákvæmilega freistar þeirra. Það er uppeldisatriði að kenna börnum að hafa ákveðinn hemil á sér. Boð og bönn koma ekki í staðin fyrir uppeldi.

Ég á bágt með að trúa að þér finnist í lagi að Ögmundur sé með nefið ofan í því hvernig þú sinnir skyldum þínum sem foreldri? Þetta er argasta forræðishyggja sem alstaðar hefur sýnt sig að vera af hinu illa. Skiptir þá engu þótt tilgangurinn sé góður.

Boð og bönn flytja ábyrgð frá einstaklingum yfir á eitthvað óskilgreint opinbert svið, sem hefur enga möguleika á að fylgjast með daglegu lífi inni á heimilunum. Það væri nær að endurskipuleggja skólatannlæknaþjónustuna og auka fræðslu til foreldra.

Látum Ögmund sinna sínum einkamálum.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2009 kl. 12:32

17 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Gleymdu ekki Ragnhildur að það er ég og þú (skattborgarar) sem greiða eigi einstaklingur við heilbrigðisvandamál að stríða.

Forræðishyggja er ekki að öllu leyti og ávallt neikvæð. Betur ef smá forræðishyggja hefði verið gagnvart bönkunum sem dæmi. Ekki réðu þeir sem þeim stjórnuðu við allt það frelsi sem þeim var treyst fyrir.

Kolbrún Baldursdóttir, 17.5.2009 kl. 14:33

18 identicon

Það er ekki við peninga að sakast þótt börnum vanti tannlæknis aðstoð.  Það er lélegri tannhirðu foreldra að kenna!

Tannlækna þjónustu ætti vissulega að gera fría en þessi skattur er ekki að fara í það eins og ástandið er í dag.  Og þessi skattur ekki til neins nema að íþyngja heimilum.  Ég er því mjög andvígur honum og á ekki til orð yfir að þeim skuli láta sér detta þetta í hug.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:18

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að mínu mati er allt í lagi að auka skatta á sælgæti og gosi og fer ekki illa með neinn. þeir sem hafa nóg á milli handanna munu áfram kaupa þessa vöru og hafa þá líka efni á tannlækingum.

Gæti verið góð aðgerð til að byrja með á meðan ríkiskassinn í svona miklum mínus. það koma ekki peningar af himnum ofan.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 21:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband