Íslenskur sjávarútvegur og ESB. Algengar ranghugmyndir

Ég hlustaði á áhugaverðan fyrirlestur í hádeginu um Íslenskan sjávarútveg og ESB og hvað breytist við aðild. Í fyrirlestrinum fór Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR yfir Sjávarútvegsstefnu ESB, kosti og galla, áherslur í viðræðum, mismunandi leiðir og ávinning af ESB fyrir sjómenn og verkafólk.

Það sem vakti sérstaklega áhuga minn var sá hluti fyrirlestrarins sem fjallaði um helstu ranghugmyndir komi til aðildar. Hér koma þær:

-Frjáls aðgangur. Að hér komi erlendir togarar inn í íslenska lögsögu.
-Hinn svokallaði hlutfallselgi stöðugleiki (relative stability)geti breyst án fyrirvara án þess að Íslendingar fái við því spornað
-Eftirlit á Íslandsmiðum minnkar
-Kvótinn fari úr landi (þ.e.a.s. Íslendingar munu ekki njóta efnahagslegs ávinnings af kvótanum)
-Önnur ríki taka ákvörðun um kvóta Íslands
-Evrópusambandið ákveður úthlutun kvóta
-Brottkast verður skylda í íslenskri lögsögu
-Risavaxið styrkjakerfi

Ekkert af þessu er rétt segir Aðalsteinn og útskýrði hann og rökstuddi mál sitt á mjög trúverðugan hátt. Ég vil benda þeim sem hafa áhuga á að kynna sér einmitt þetta frekar að hafa samband við Aðalstein.

Það sem mér fannst ekki síður markvert sem Aðalsteinn sagði var að við getum ekki með neinu móti vitað hvaða sérhagsmunum við komum til með að ná nema að setjast við samningaborðið. 

Ávinningurinn sem nú þegar liggur fyrir að verði er:
Allir tollar falla niður á sjávarafurðum
Hagstæðara verður að vinna fisk til útflutnings
Minni byggðalög geta hagnast á aðild
Evran, þegar hún kemur mun tryggja stöðugleika 

Viðræður verða án efa strembnar en það er raunhæfur möguleiki að ná hagstæðri niðurstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta virkar eins og ekki hafi verið um hlutlausan fræðimann að ræða, sem flutti fyrirlesturinn.

Hlutfallslegur stöðugleiki - þetta er ekki lögmál. Í Grænbók um sjávarútvegsstefnu ESB, sem út kom 22. apríl, er m.a. viðruð hugmynd um að leggja regluna af.

Úthlutun kvóta - það verður ekki sjávarútvegsráðherra sem ákveður kvóta eftir inngöngu, heldur verður formleg ákvörðun tekin í Brussel. Þó það sé "bara formlegt" getur falist í því áhætta sem ekki er takandi með þetta gullforðabúr þjóðarinnar; fiskinn í sjónum.

Kvótinn fari úr landi - nei, ekki beint. En hvað með erlenda fjárfestingu í útgerð á Íslandi? Gætu nýir eigendur ráðið erlendar áhafnir og landað afla erlendis? Það væri óbeinn flutningur á kvóta úr landi með tilheyrandi tapi.

Sjávarútvegsstefnan - frammámenn ESB eins og Olli Rehn, Dianna Wallis og fleiri hafa ítrekað hamrað á að undanþágur sem Ísland fengi væru aðeins tímabundnar og að frávik þurfi "að rúmast innan sjávarútvegsstefnu ESB".

Tollar falla niður - rétt. En aðeins á útflutningi til ESB ríkja. Hvað um tolla á útflutning til landa utan sambandsins?

Minni byggðalög geta hagnast á aðild. En sagði fyrirlesarinn eitthvað um kvótahoppið? En um áralangar tilraunir Breta til að fá reglum breytt, án árangurs?

Það eru til bæði kostir og gallar. Eins og þú lýsir fyrirlestrinum hefur verið um einstefnu að ræða. Meira áróður fyrir inngöngu í ESB en fræðilega upplýsandi erindi um sjávarútveginn og Evrópusambandið. En þú fjallar ekki um allan fyrirlesturinn í færslunni svo kannski kemur hitt seinna.

Haraldur Hansson, 25.6.2009 kl. 17:59

2 identicon

Fólkið sem er á móti aðild er af sama meiði og bændabullurnar sem ruddust til Reykjavíkur og ætluðu að stöðva símavæðinguna, afturhaldsseggir og þröngsýnir eiginhagsmunaseggir. Það verður varla langt þar til Jón Þvaður Jenson kemur hingað blaðskellandi og hraunar yfir blogg þitt sem mér finnst mjög gott en afturhaldsseggirnir þola ekki rök.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:09

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með Haraldi að þetta lítur ekki út fyrir að hafa verið mjög fræðilegt.  Ég hef kynnt mér nýjar reglugerðir um veiðar í Norðursjónum og það er vægast sagt ekki gæfulegt plagg.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2009 kl. 20:17

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

þeir einu sem eru þröngsýnir eru einangrunnar sinnarnir sem vilja loka okkur inn í ríkjasambandi því þeir hafa þor né dug til þess að vinna og versla við hina 6 milljarða jarðarbúa sem lifa fyrir utan draumríkið þeirra.

Fannar frá Rifi, 25.6.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fyrst það er áberandi hve menn eru öfgafullir sem eru með aðild engin rök hendur skættingur samanber Ragnar hér að ofan... Ef þetta er satt sem Aðalsteinn er að færa fram þá er Ísland eina landið sem hefir hagnast á aðild í ESB. Bretar fengu heldur á baukinn þegar portugalar settust bara að með sína báta og fóru að fiska og fluttu allt óunnið til portúgals. Höldum okkur frá ESB en það er víst að þeir blekkja okkur inn með gylliboðum enda hér um að ræða einfalda þjóð. 

Valdimar Samúelsson, 25.6.2009 kl. 22:32

6 identicon

Ágæt grein hjá þér.

Aðildarviðræður við ESB er það eina sem mark er á takandi.

Úrtöluraddir andstæðinga ESB eru að verða dálítið mikið þreytandi. ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 10:06

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fannar. Hvað eru jarðarbúar margir milljarðar, hve margir búa í þessari svokallaðri einangrun utan ESB sem ég myndi kalla frjása. Teljum Grænlendinga, Noreg ofl. sérðu við erum sér ríki út í ballarhafi og ekki partur af landmassanum á meginlandinu. Það er eingin landfræðileg skýring á að við tilheyrum Evrópu þótt við höfum fætt þá og klætt í hundruðir ára með okkar fiski og ull og öðrum afurðum. Fannar þú getur ekki verið sannur Íslendingur.  

Valdimar Samúelsson, 26.6.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er maður sammála Fannari frá Rifi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.6.2009 kl. 10:15

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Æææææ!

Fórstu í geitarhús að leita ullar Kolbrún mín. Þessi maður leggur að jöfnu stjórnskipunarlög og tímabundnar reglugerðir  og nú er hann búinn að planta inn hjá þér allskyns ranghugmyndum.

Þú ættir að tala við þá sem þekkja sjávarútvegsstefnu EB í orði og á borði. 

Spurðu breska sjómenn, spurðu írska sjómenn, spurðu þjóðréttarfræðinga spurðu EB dómstólinn og þú getur líka spurt Jón Kristjánsson fiskifræðing. 

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 10:16

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er allt rétt sem Aðalsteinn segir.  Taka ber sérstaklega eftir ranghugmyndaatriðunum sem hann nefnir.  Þær má sjá oft og víða td. hjá andstæðingum esb hér á bml blogginu og samtökunum heimssýn sem endurtaka vitlausuna oft á dag eins og páfagaukar.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2009 kl. 10:42

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Valdimar. Ég held að þú hafir miskilið það sem ég skrifaði. Ég vil að Íslendingar haldi sjálfstæði sínu til þess að geta stundað frjáls viðskipti við öll ríki heimsins. Verlsað og starfað án afskipta annarra ríkja við hina 6 milljarða jarðarbúa sem ekki eru í ESB. þar fyrir utan þá er stærstur hluti landmassa Íslands ásamt flestum íbúum landsins búsettur á Norður Ameríku flekanum. Við erum ekki landfræðilega í Evrópu nema að litlu leiti.

innan ESB þá höfum við ekki leyfi til þess að versla við aðrar þjóðir eða gera samninga við þær. það er ekki í okkar hag að það sé t.d. innfluttningstollur á vefnaðarvörum frá kína vegna þess að það verður að vernda Ítalskan vefnað. Það er ekki í hag neytenda á Íslandi. 

Fannar frá Rifi, 26.6.2009 kl. 11:23

12 identicon

Ég fletti Aðalsteini upp. Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík starfaði áður hjá Evrópusambandinu, EFTA og utanríkisráðuneytinu. - Nú er tíminn til að horfa til framtíðar Samfylkingin: ,,Auk hennar héldu framsögur Jón Sigurðsson hagfræðingur, Stefán Ólafsson prófessor og Aðalsteinn Leifsson lektor"; það var nú svo.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 12:01

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef heyrt að þessi Aðalsteinn Leifsson hafi verið að vinna fyrir EB, mig lagngar að spyrja þig Kolbrún hvort það sé rétt?

 Ég er búinn að hlusta á þennan mann í RUV og maður spyr sig á hvaða námskeiði hann hefur eiginlega verið? Hann hefur allavega ekki kynnt sér dóma EB dómstólsins þar sem ríki eins og Bretland hafa reynt að verja sinn strandveiðirétt t.d. gegn kvótahoppi. 

Og fyrir hverja var svo þessi fyrirlestur? Hann myndi örugglega ekki voga sér að bjóða útgerarmönnum upp á svona námskeið. 

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 15:45

14 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Aðalsteinn er forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild HR. Hann er því fyrst og fremst fræðimaður og kennari og ekki einn um að ræða málefni ESB með kostir og galla í huga.

Mikilvægt er að taka þessa umræðu með opnum huga, læra sem mest og hugsa þetta með hagsmuni allra íslendinga að leiðarljósi. Vitað er að það eru kostir og gallar. Það fer hins vegar lítið fyrir umræðu um kostina hjá sumum sem hafa tjáð sig hér um þetta að ofan eins og það séu ekkert nema gallar við aðild að ESB.

 Það er ekki trúverðugt sjónarhorn/umræða ef henni er stillt þannig upp

Kolbrún Baldursdóttir, 26.6.2009 kl. 16:11

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl aftur Kolbrún,

Af einhverjum ástæðum komstu þér undan að svara mér þegar ég spurði hvort Aðalsteinn Leifsson hefði starfað fyrir Evrópusambandið.  Ég googlaði hann og þá kom þetta m.a. í ljós:

"European Union - EU
1998 - 2001Delegation of the European Commission to Iceland and Norway
Ráðgjafi og uppýsingafulltrúi"

Í svari þínu kemur fram að hann sé fyrst og fremst fræðimaður og að hann tali bæði um kosti og galla en það gerum við hin ekki. 

Þú  mátt hafa þínar skoðanir (ranghugmyndir) í friði en ég bendi þér á að þú hefur enga tilraun gert til að sanna þitt mál, sem er endurómur af orðræðu Aðalsteins Leifssonar. 

Nú og ef að þú trúir þessu eins og nýju neti þá myndir þú gera vel í að upplýsa  LÍÚ um að þetta sé allt vanþekking hjá þeim.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 17:36

16 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Eins og ég segi Sigurður fannst mér þessi fyrirlestur áhugaverður og fluttur á trúverðugan máta. Égh ef hlustað á marga fyrirlestra um þetta mál og geri mér grein fyrir að skoðanir eru skiptar. Það er einmitt það sem við erum að gera hér, skiptast á skoðunum.

Kolbrún Baldursdóttir, 26.6.2009 kl. 18:14

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

OK gott mál.

 Fyrirgefðu Kolbrún, ég stökk pínulítið upp á nef mér en það beindist alls ekki gegn þér þvert á móti.  Mér finnst mjög virðingarvert og jákvætt hjá þér að reyna að kynna þér þessi mál. Ég hef haft lengi áhuga fyrir þessum málaflokki og reynt að kynna mér þessi mál  eins vel og ég hef getað og meðal annars sótt fyrirlestra.  Ég gef mig alls ekki út fyrir að vera neinn sérfræðing en ég leyfi mér samt að fullyrða að miðað við  þær upplýsingar sem ég hef , og nú tek ég ekki stórt upp í mig, að Aðalsteinn Leifsson er ekki hlutlaus fræðimaður í þeim skilningi að hann segi bæði galla og kosti á sjávarútvegsstefnu EB. Ég þekki manninn ekki persónulega og ég hef ekki hugmynd um hvað honum gengur til.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 19:17

18 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ekkert mál minn kæri. Við viljum bara það besta fyrir okkar fólk

Kolbrún Baldursdóttir, 26.6.2009 kl. 19:38

19 identicon

"Við viljum bara það besta fyrir okkar fólk"

Fyrir það fyrsta þá er lítið sem ekkert lýðræði í ESB og/eða eitthvað sem þetta Samfylkingar- lið (eða Social Dictadorship) eru svo ánægt með, eða þar sem menn eru ekki kosnir í framkvæmdarstjórn ESB, (þannig er þetta fyrirkomulag einnig hjá ESB-Dómstólum og ESB- Central Bank) eða þar sem menn eru ekki kosnir, heldur skipaðir á bak við tjöldin og allt gert fyrir þessa Central Bank- elítuna, Committee of 300, Bilderberg- Rockefeller- og allt Rothschild liðið.  

 þessi menn á bakvið tjöldin og þessi litla nice, nice puppet framkvæmdarstjórn ESB ræður svo að segja næstum því öllu, og menn hafa upplifað það hvað eftir annað.  Þingmenn ESB með takmarkaðan tíma og/eða nánast sagt engann tíma (1 min) til að veita andsvör, og ofna á allt þá geta þingmenn ESB ekki komið með eða lagt fram lagafrumvörp.  Því er við að bæta hér, að það er næstum því lítil sem engin von að hægt sé að breyta þessu Nýja Sovét- eða þessu ESB- bákni eins og það er í dag, en þetta ESB-lið og Samfylkingar- lið (Social Dictadorship) segir að sé þetta fyrirkomulag ESB sé það besta fyrir okkur Íslendinga?

Ég er á því að fólk ætti að skoða þetta betur og fá sér bókina "Rotten Heart of Europe" og svo  bókina The Great Deception the secret history of the European Union eftir hann Christoper Booker og Richard North. Nú  ESB- sinnar hér ættu síðan að óska eftir frekara lýðræði fyrir þetta ESB bákn

En hérna hvenær byrjar svo næsta áróðurshrina, eða fyrir þessari "New World Order" hans Gordons Browns (ESB -sinna), eða áróður fyrir  "New World Governance" þeirra Burros og Sarkozy?  Já hvenær byrjar svo allur áróðurinn fyrir þessu Nýja Heimsskipulagi "New World Order" eða Tyranny  hérna á Íslandi Jón Frímann hjá ykkur ESB -sinnum, eða þar sem þetta ESB-lið vill sameina öll þessi sambönd: Evrópusambandið (ESB/EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og hugsanlega fleiri sambönd undir eina alsherjar alheimsstjórn  "One World Governmet" eða  New World Order Tyranny ( fyrir Central Banks elítuna)?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 01:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband