Að eignir viðskiptaglæpamanna verði teknar upp í Icesaveskuldina

Ég tel að við eigum að stefna leynt og ljóst að því að megnið af eigum þeirra sem kunna að fá dóm fyrir viðskiptaglæpi skuli teknar upp í Icesaveskuldina. Hér er átt við þá sem fremstir fóru í flokki þeirra sem lögðu grunn að þeim forapytti sem þjóðin situr nú í vegna óeðlilegra og sennilega glæpsamlegra viðskiptahátta fárra íslendinga á erlendri grundu með ábyrgð íslenska ríkisins sem bakhjarl.

Spurt er hvort verið sé að vinna að kappi í því að hafa upp á þessum eignum samhliða því að verið er að undirbúa dómsmál þessara einstaklinga.

Sé það rétt að viðskiptaglæpamenn (meintir en sem komið er) hafi komið fé sínu kyrfilega fyrir í fasteignum og inn á reikningum útí heimi þá spyr ég hvort aðrar þjóðir t.d. Bretar og Hollendingar séu tilbúnar til að aðstoða íslendinga við að nálgast þær t.d. með því að aflétta bankaleynd í breskum bönkum?

Cayman Island tiheyra t.a.m. bresku krúnunni.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband