Hvernig munu Bretar og Hollendingar bregðast við Icesave fyrirvörunum?

Brátt munu þeir fyrirvarar sem setja á við Icesave-ríkisábyrgðina (Samninginn)  liggja fyrir, fyrirvarar sem flokkarnir eru að koma sér saman um. Vinnslan er á lokastigi samkvæmt Guðbjarti Hannessyni, formanni Fjárlaganefndar.

Guðbjartur sagði í fréttum að fyrirvararnir eða öllu heldur hugmyndir að þeim hefðu ekki verið lagðir fyrir Breta og Hollendinga með formlegum hætti en muni það verða gert þegar flokkarnir hafi endanlega komið sér saman um útfærslu þeirra. Þetta segir að mjög líklega hafa Bretar og Hollendingar verið upplýstir að einhverju leyti um eðli þessara fyrirvara auk þess sem þeir frétta vissulega af ferli málsins með því að fylgjast með fréttum frá Íslandi.

Nú verður spennandi að sjá hvernig Bretarnir og Hollendingarnir bregðast við þegar þeim verða kynntir þessir fyrirvarar.

Hér koma nokkur senaríó sem hægt væri að ímynda sér að gæti gerst:

1. Bretar og Hollendingar eru sáttir við fyrirvarana og hvetja til þess að Icesave ríkisábyrgðin með þessum fyrirvörum verði lögð fyrir þingið til afgreiðslu.

2. Bretar og Hollendingar hugnast ekki þessir fyrirvarar að hluta til eða að öllu leyti og segja að ekki hafi verið samið um neinn annan fyrirvara en þann að Samningurinn skyldi lagður fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Þeir vilji halda sig við það sem lagt var upp með. 

3. Bretar og Hollendingar eru opnir fyrir að skoða þessa fyrirvara, sumir séu í lagi en þeir kunni að vilja gera á öðrum einhverjar breytingar sem þeir munu þá senda um hæl. Boltinn er þá hjá þeim og Alþingi bíður eftir að sjá hvað kemur til baka

Verði viðbrögð Breta og Hollendinga eins og segir í lið 3, má segja að nýjar samningaviðræður hefjist án þess að hinn umdeildi samningur sem Samninganefnd Íslands kom með heim leggist nokkurn tíman fyrir Alþingi til afgreiðslu.

Það verður sannarlega fróðlegt að sjá hvernig þetta allt muni þróast og hvernig Bretar og Hollendingar bregðast við nú þegar þeim verða kynntir fyrirvarar íslenska ríkisins

Skyldu þeir vera stífir og fastir í prinsippi eða vera sveigjanlegir, opnir og lausnarmiðaðir í hugsun?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband