Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi hefur ekki tekist að manna stöður frístundarheimila

Þúsundir manna þar á meðal fjölmargir foreldrar eru atvinnulausir. Samt hefur ekki tekist að manna allar stöður á frístundarheimilum.

Það er ekki minni ásókn nú en oft áður í að börn fái pláss á frístundarheimilum.

Ályktanir sem draga má af þessu geta sjálfsagt verið margvíslegar.
Við fyrstu sýn má samt komast að einhvern veginn svona niðurstöðu:

Þeir sem eru atvinnulausir núna hafa mikið til ekki áhuga á að vinna á frístundarheimilum.
Svo virðist sem foreldrar óski eftir að börnin þeirra fái pláss á frístundarheimilum og gildir þá einu hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mig furðar á því hvers vegna fólki finnst það ekki eftirsóknarvert að vinna að velferð annarra þó ekki sé í boði veraldlegur auður.

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég held því miður að það séu ekki störfin sem fæla, heldur launin sem í boði eru. Það er óskaplega þægilegt að gagnrýna fólk fyrir að sækja ekki um störf, en þá er bara eftir að kanna orsakirnar. Það hefur einmitt borið þónokkuð á því að atvinnurekendur hafi kvartað hástöfum í fjölmiðlum og ég skora á fréttamenn að spyrja um þau laun sem eru í boði fyrir þá vinnu sem treglega gengur að ráða í.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.8.2009 kl. 01:50

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvers vegna ættu foreldrar sem greinilega hafa ekki vilja eða getu til að vera með börnum sínum að sækjast eftir því að vera með öðrum börnum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.8.2009 kl. 02:28

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Eins og máum hefur verið háttað hingað til hafa starfsaðstæður á Frístundaheimilum borgarinnar verið skelfilegar.  Allt of fátt fólk miðað við fjölda barna.  Bara hávaði á svona stað er mjög erfiður stanslaust í 8 - 9 tíma.  Segja má að þetta séu aðstæður sem eru bæði börnum og starfsfólki mjög erfiðar.  Hvernig væri að borgin í þessu árferði réði fleira starfsfólk inn á þessa staði til þess að gera börnum og starfsfólki þetta léttara?

Og er þetta einungis spurninin um að fólk sem er atvinnulaust vilji ekki vinna?

Var ekki búið að gera áætlanir um miklu mun færri börn á heimilinum en nú eru skráð?

Eru þau vinnubrögð Reykjavíkurborgar sæmileg?

Þetta starf er ábyrgðamikið og mikið starf almennt - fyrir það greiðir borgin hvað í laun?  135.ooo krónur á mánuði?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.8.2009 kl. 08:35

5 identicon

Sérkennileg niðurstaða hjá þér Kolbrún.  Segir afskaplega fátt.

Finnur, ástæðan gæti verið sú að flestir þurfa að vinna fyrir eigin afkomu, fæði, húsnæði og skuldum.  Því eins og Hólmfríður segir þá eru það helst launin sem fæla.  Margt fólk sem gjarnan vill vinna á frístundaheimilum hefur hreinlega ekki efni á því.

Mér finnst það líka mjög sérkennileg og frek hugsun að atvinnulausum beri að taka hvaða starfi sem er.  Eins og atvinnulausir séu olnbogafólk á samfélaginu. 
Það gleymist oft að flest fólk borgar sjálft sínar atvinnuleysisbætur á langri starfsæfi og á að hafa rétt á að finna starf á sínu sviði eða við sitt hæfi, hvert sem það er.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 09:02

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Niðurstaðan segir, Inga, hvorki meira né minna en bara það sem hún segir. Hver og einn getur svo dregið sínar eigin ályktanir.

Svo ég haldi aðeins áfram, þá mætti bera þetta saman við sama tímabil í fyrra. Ég minnist þess ekki að svo erfitt hafi verið að manna stöður frístundarheimila fyrir hrunið í fyrra haust.  Þó skal ég ekki fullyrða það.

Hitt atriðið er að þótt foreldri kunni að vera atvinnulaust óskar það engu að síður eftir að barnið/börn þess fái pláss á frístundarheimili. Á þessu kunna að vera margar skýringar eins og gefur að skilja.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.8.2009 kl. 09:12

7 identicon

Fróðlegt að heyra hvaða kröfur um menntun, reynslu, o.s.frv. eru gerðar til starfsfólks á frístundarheimilum?

Agla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 12:00

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki virðist vera mikið framboð á hálaunastörfum Inga en er þetta ekki meira gefandi en að vera á bótum ?

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 18:52

9 Smámynd:

Einmitt Svanur  

En ef litið er til þess hvernig kaupin gerast á eyrinni þá verður sá sem er á atvinnuleysisskrá að geta stokkið til og unnið ef honum býðst vinna og þá er ekki gott í efni ef þú ert heima með barnið þitt og kemur því ekki í pössun eftir skóla. Það sama gildir með yngri börnin, þú verður að vera með barnið í gæslu ef þú þiggur atvinnuleysisbætur því ef þér dytti nú í hug að hugsa bara sjálfur um barnið þitt meðan þú ert hvort sem er atvinnulaus heima - nú þá missirðu bæturnar og getur ekki framfleytt fjölskyldunni. Afspyrnu gáfulegt kerfi (eða þannig) og ekki beint til þess fallið að auka samveru foreldra og barna og fjölskyldutengsl.

, 22.8.2009 kl. 13:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband