Betri líđan hjá börnum nú en áriđ 2006?

naerverusalarranns_og_greink100.jpgÍ könnun sem Rannsókn og Greining gerđu í febrúar á ţessu ári kemur fram ađ ekki séu skýr merki um ađ líđan barna á Íslandi sé ađ breytast til verri vegar ţrátt fyrir ţađ erfiđa ţjóđfélagsástand sem ríkt hefur í kjölfar hrunsins 2008.

Ţetta kemur mörgum alls ekki á óvart. Ýmsir hafa ekki getađ merkt breytingar til hins verra hvađ varđar almenna líđan barna sem beinlínis má rekja til hruns fjármálakerfisins fyrir rúmu ári síđan.

Margir hafa ţó komiđ fram á sjónarsviđiđ og viljađ fullyrđa ađ börnum líđi mun verr nú en áđur og megi rekja aukna vansćld ţeirra til erfiđleika sem fjölmargir foreldrar eru nú ađ glíma viđ í kjölfar hrunsins. Ţađ gefur augaleiđ ađ ef foreldrum líđur illa fara börnin oft ekki varhluta af ţví sama hversu vel foreldrarnir vilja leyna ţví.

Gestur Í nćrveru sálar 2. nóvember er Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor viđ Háskólann í Reykjavík. Rannsókn og Greining hefur gert kannanir á líđan barna og unglinga í hartnćr tíu ár. Bryndís mun upplýsa áhorfendur um einstakar niđurstöđur ţessarar nýju könnunnar og bera ţćr saman viđ sambćrilegar niđurstöđur t.d. frá árinu 2006.

Viđ rćđum ţessi mál vítt og breytt og reynum ađ átta okkur á hvađa ţćttir ţađ eru sem liggja til grundvallar betri líđan hjá sumum börnum ef samanboriđ viđ á ţeim árum sem ţjóđin bjó viđ mikinn hagvöxt og velsćld.

Hafa skal í huga í umrćđu sem ţessari ađ ekki er hćgt ađ alhćfa út frá rannsóknarniđurstöđum heldur er hér um ađ rćđa mikilvćgar vísbendingar sem hćgt er ađ byggja á ţegar veriđ er ađ skođa međ hvađa hćtti hćgt sé ađ betrumbćta samfélagiđ og ţar međ líđan borgaranna.

Međ ţví ađ gera sambćrilegar rannsóknir yfir langan tíma kemur í ljós hvar skóinn kreppir á hverjum tíma í samanburđi viđ fyrri ár. Međ ţessum hćtti er hćgt ađ sjá međ áţreifanlegum hćtti hvernig hlutirnir kunna ađ vera ađ ţróast samhliđa öđrum breytingum í ţjóđfélaginu.

Mörgum finnst ţađ sérkennilegt ef börnum almennt séđ líđi betur og séu kátari nú en á árum áđur, fyrir hrunđ.

En hvađa skýringar liggja ţarna ađ baki?

Ástandiđ sem hafđi myndast hér í samfélaginu og sá lífstíll sem ţúsundir manna og kvenna höfđu tileinkađ sér hafđi einfaldlega ekki góđ áhrif á börnin. Mörg voru farin ađ verja minni tíma međ foreldrum sínum og skynjuđu án efa spennu og ćsing ţeirra sem tóku ţátt í lífgćđakapphlaupinu.

Nú er ţjóđin smám saman ađ komast niđur á jörđina.  Ţeir sem höfđu tapađ áttum eru ađ finna sig.  Ţeir líta sér frekar nćr núna og hafa meiri tíma og svigrúm til ađ taka eftir ástvinum sínum og börnunum.  Tengsl eru án efa ađ styrkjast, samvera er meiri og ró hefur fćrst yfir fjölmörg heimili. Oft er ţađ ţannig ađ eitthvađ gott kemur út úr hverjum raunum.  Ef ţađ er betri líđan einhverra barna í ţjóđfélaginu getum viđ veriđ bjartsýn.

Meira um ţetta Í nćrveru sálar á ÍNN 2. nóvember.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband