Börn hrædd eftir að hafa horft á Sveppa og Villa

Bíómynd sem hentar ekki viðkvæmum og kvíðnum börnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hef bara ekki heyrt neitt nema gríðarlega mikla ánægju frá börnum og foreldrum sem ég hef heyrt í.

Þessi snillingur sem Sveppi er, nær gríðarlega vel til barna og  foreldra í senn, það er ekki beint á allra færi.

Hann hefur lagt mikla ástúð í það sem hann gerir og  það liggja ófá barnahlutverkin sem hann skilur eftir sig á mjög skömmum tíma.

Ég fór á þessa mynd og sá ekkert nema fullan sal af hlægandi börnum með hlægandi foreldra sér við hlið.

Það er ekki að ástæðuleusu að þetta er orðinn einn ástsælasti leikari hjá íslenskum börnum í dag

Ég man nú eftir því að ég var alltaf hálf hræddurf við Glám og Skrám, þeir mótuðu nú aldrei neitt mitt líf eftir að þeir hættu samt.

S. Lúther Gestsson, 14.11.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Börn eru misjöfn með þetta eins og annað. Ég hef boðið þeim félugum að koma til mín í viðtal og ræða um myndina og senda út skilaboð um að börn sem hafa orðið hrædd þurfa ekkert að óttast. Ég vona að þeir þekkist boðið.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.11.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

En Kolbrún mín.

Þarftu þá ekki að fá ansi marga leikara til þín ef á að ræða alla þá þætti sem kannski ekki höfða til barna?

Mansu eftir viðbrögðum sumra við Dýrunum í  Hálsaskógi? Þar eftir eina sýnunguna var börnum boðið að koma og heimsækja "dýrin" upp á svið að leiksýningu lokinni og maður sá ekkert nema skælandi börn sem reyndu að slíta sér frá foreldrum sínum.

S. Lúther Gestsson, 14.11.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Jú kannski.
Man ekki eftir að hafa fengið fleiri en eitt mál í röð yfir barnamynd þegar ég lít yfir ferilinn. Það er að mér skilst ekkert eitt í myndinni sem hræðir heldur meira skelfingin yfir að týnast eða verða tekinn.
Samfélagið hefur líka breyst og hefur meira um svona mál verið í fréttum síðustu ár t.d. þegar litlu stúlkunni henni Madeleine var rænt í Portúgal. Það eru aðrir tímar nú en þegar við vorum á Dýrunum í Hálsaskógi Lúther.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.11.2009 kl. 16:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband