Með Línu langömmu

Á myndinni eru einnig Björn bróðir minn, Hrafnhildur og Bergljót sitja í sófanum með Línu langömmu og ég á sófaarminum. Lengst til vinstri er Aðalheiður Þóra en Sigríður föðuramma mín var föðursystir mömmu hennar, Ingibjargar Ólafsdóttur.

Bætt í albúm: 1.8.2008

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolbrún,

Ákvað að senda þér línu þar sem ég þekki þessa stúlku sem er lengst til vinstri. Þetta er hún Aðalheiður þóra systir mín, við erum skyld í gegnum Sigríði Þorsteinsdóttur ömmu þína sem var föðursystir mömmu, Ingibjargar Ólafsdóttur( Þorsteinssonar). Það var alltaf mikið samband á milli ömmu þinnar og mömmu minnar. Þið voruð oft hjá ömmu ykkar þegar við vorum í heimsókn hjá Siggu frænku. Þegar pabbi þinn vann á Keflavíkurflugvelli þá kom hann stundum við heima og það kom fyrir að hann læddi að okkur sælgæti þaðan.             Þegar ég fór að skoða gömlu myndirnar þá datt ég mörg ár aftur í tímann.

Með kærri kveðju

Guðmundur Sigurðsson

Hafnarfirði

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband