Verum amman, afinn, frćndinn, frćnkan, vinurinn og nágranninn

Međ hćkkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á ţessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orđa ţađ. Ţá var öldin sannarlega önnur. Ţá eins og nú, ríkti ójöfnuđur í samfélaginu, sumir höfđu gnótt, ađrir minna og enn ađrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstćđ móđir međ 4 börn) voru ein ţeirra fjölskyldna sem hafđi ekki mikiđ á milli handanna. En ţađ var hún amma Sigga (Ólafía Sigríđur Ţorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem fćrđi okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátćk fjölskylda hafđi  ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víđmelnum ţegar maginn var tómur. Hjá henni smakkađi ég í fyrsta sinn á ćvinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur.

En mikiđ hlakkađi manni nú til jólanna

Ţegar hugsađ er til jólanna á bernskuárunum ţá man ég svo vel hvađ tilhlökkunin var mikil. Manni hlakkađi til ađ fá hátíđarmat og annađ, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borđum yfir áriđ. Algengur matur á ţá daga var ţverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auđvitađ.

Mesta tilhlökkun barns var sannarlega ađ fá pakka. Gjafir voru oft eitthvađ hentugt. Ein minning  um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og ţađ voru jólin ţegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafđi sagt mömmu ađ mig langađi í töflur ţví stelpurnar í bekknum voru í svoleiđis. Ég upplifi enn stundum mínútuna ţegar ég opnađi ţennan pakka og vissi ađ í honum voru töflur. Hjartađ var ađ springa og spenningurinn eftir ţví. Vá hvađ ég yrđi smart í nýju töflunum ţegar ég kćmi í skólann eftir áramótin.

Međ aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekiđ á sig ađrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú ađ margt ţađ sem einkenndi jólin áđur fyrr getur fólk nú fengiđ allt áriđ um kring. Ţađ er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir ađeins stórhátíđum. Ţađ er ţó sannarlega tilhlökkunarefni ađ upplifa jólaljósaflóđiđ og hvíld frá daglegu amstri er kćrkomin.

Börnin og jólin

Ţađ er alveg sama á hvađa aldri mađur er, ţađ er alltaf jafn gaman ađ fylgjast međ börnunum og upplifa jólin í gegnum ţau. Ţađ yljar ađ sjá spenning og tilhlökkun ţeirra. Ţess vegna er ţađ líka svo vont ađ vita ađ ekki öll börn geta haldiđ gleđileg jól eđa veriđ áhyggjulaus yfir ţessa miklu „hátíđ barnanna“.  Í Reykjavík er dágóđur hópur barna og foreldra ţeirra sem búa viđ erfiđar ađstćđur t.d. v. fátćktar eđa veikinda. Börn foreldra sem glíma viđ langvinn veikindi, líkamleg eđa geđrćn eiga oft erfiđa daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöđu eđa efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvađa tími ársins er. Gćđum er misskipt. Ef mađur hefur ekki öruggt húsaskjól eđa mat á diskinn ţá er erfitt ađ hlakka til nokkurs. Ég trúi ţví ađ allir hafi tćkifćri og geti fundiđ tilefni til ađ vera ţessi „amma eđa afi, frćndi eđa frćnka, vinur eđa nágranni“  sem getur látiđ gott ađ sér leiđa til barna sem búa viđ skort eđa vanlíđan hvort heldur ţau eru nćr eđa fjćr. Fyrir  fjölskyldur sem búa viđ góđar ađstćđur bíđur skemmtilegur tími.  Börn sem geta notiđ jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir međ ţeim um aldur og ćvi.

Gleđileg jól.

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sálfrćđingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband