Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Úrbætur á starfsaðstöðu nemenda og kennara í Laugarnesskóla

Flokkur fólksins er með 3 mál á dagskrá fundar borgarstjórnar þriðjudaginn 16. maí. Eitt þeirra er: 

Úrbætur á starfsaðstöðu nemenda og kennara í Laugarnesskóla.

Hér er greinargerð með umræðunni:

Nýlega barst ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla en þar segir að í of mörg ár hafa nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. Einnig hafa þau ítrekað þurft að skipta um stofur meðan plástrað er yfir myglu og rakaskemmdir. Starfsfólk hefur hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu.  Frá því í haust hefur ekki verið hægt að kenna í hluta heimilisfræði stofunnar vegna viðhaldsframkvæmda. Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði.   

Í of mörg ár hafa nemendur og starfsfólk Laugarnesskóla unnið í heilsuspillandi starfsumhverfi vegna myglu, rakaskemmda og leka. Frá því í haust hefur ekki verið hægt að kenna í hluta heimilisfræðistofunnar vegna viðhaldsframkvæmda. Þessum framkvæmdum er enn ekki lokið og hafa iðnaðarmenn ekki sést í marga mánuði. Skólayfirvöld hafa ítrekað óskað eftir úrbótum við Reykjavíkurborg sem er vel kunnugt um stöðuna.

Laugarnesskóli er löngu sprunginn og nemendum hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Spár Reykjavíkurborgar um nemendafjölda og áform um uppbyggingu í hverfinu benda einnig til þess. Skortur á kennslustofum og plássleysi í öðrum rýmum, s.s. sérgreinastofum, íþróttaaðstöðu, mötuneyti, eldhúsi og vinnuaðstöðu er því ekki tímabundið vandamál.

Það er með ólíkindum að það taki svona langan tíma að hefja viðgerðir og undirbúa viðbyggingu. Þegar spurt er um hvað veldur töfum er sífellt klifað á að verið sé að undirbúa, ,,að stilla upp” eins og það er gjarnan orðað hjá borgaryfirvöldum þegar skólasamfélagið ýtir við málinu. Sagt er að “framkvæmdaaðilar séu að stilla upp”. Enginn veit svo sem hvað er átt við með því eða hvort það merki að hefja eigi brátt alvöru framkvæmdir.

Hér er ekki um einsdæmi að ræða. Hávær hróp hafa borist lengi frá skólasamfélaginu vegna myglu og raka vanda í fjölmörgum skólum borgarinnar. Frá árinu 2018 hefur greinst mygla í yfir 30 skólahúsum sem tilheyra borgarreknum leik- og grunnskólum samkvæmt samantekt fréttastofu RÚV frá því í haust. Þá voru yfir 1.200 grunn- og leikskólabörn í húsnæði utan skólalóðar heimaskóla vegna mygluvandamála, 860 grunnskólabörn og 350 leikskólabörn. Síðan þá hafa líklega bæst við hátt í hundrað börn. Mörg þúsund börn verða fyrir raski á skólastarfi vegna myglu og raka. Skaðsemi og önnur áhrif af þessu eru með öllu óljós.

Hin málin eru:

Umræða um húsaleigumarkaðinn Í Reykjavík (að beiðni fulltrúa Flokks fólksins)

Umræða um Kveikjum neistann í Reykjavík (að beiðni fulltrúa Flokks fólksins)

Sjá má greinargerð með hinum málunum hér:

https://kolbrunbaldurs.is/dagskra-borgarstjornar-akvedin-a-fundi-forsaetisnefnd-12-mai-2023/

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband