Þolandi í bernsku, gerandi á vinnustað

Það er til mikils að vinna að reyna allt til að sporna við að einelti komi upp og þrífist í grunnskólum. Mörg dæmi eru um að einstaklingur sem hefur verið þolandi eineltis í bernsku verði á fullorðinsárum gerandi eða liðsmaður geranda eineltis á vinnustað. 

Þolandi langvarandi eineltis kemur oftar en ekki út í lífið með brotna sjálfsmynd.  Algengt er að hann finni fyrir öfund í garð fólks sem gengur vel í lífinu. Hann finnur fyrir reiði og jafnvel heift.  Þegar inn á vinnustað er komið reynir hann oft að byrja að safna í kringum sig liðsmönnum og telur að með því sé hann að tryggja að verða ekki sjálfur undir eða útilokaður með einhverjum hætti. 

Sá sem eineltið beinist að getur í sjálfu sér verið næstum hver sem er. Ekki er óalgengt að fyrir valinu verði einhver einstaklingur sem gerandanum tekst að sannfæra aðra um að sé með einum eða öðrum hætti ómögulegur eða hafi einhver sérréttindi á staðnum sem hinir hafi ekki.

Í Samfélaginu í nærmynd í morgun á Rás 1 ræddi ég um fyrirbyggjandi aðgerðir í skólum. Um er að ræða þá hugmynd að sálfræðingur og námsráðgjafi eða annað fagfólk skólans gangi í bekki með ákveðin skilaboð (sjá nánar á pressan.is). 

Hlusta má á viðtalið með því að smella hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þennan fróðleik Kolbrún. Þetta finnst mér mjög athyglisvert.

Marta B Helgadóttir, 8.9.2010 kl. 13:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband