Óskiljanlegt

Fáir einstaklingar nýta úrræði um sértæka skuldaaðlögun.

Ég skil þetta ekki alveg. Af hverju hafa ekki fleiri en raun ber vitni kynnt sér þau úrræði sem þó eru í boði? Til dæmis, hvað með alla þá sem lýsa vanda sínum í fjölmiðlum þessa dagana. Eru þeir búnir að máta sig við þær leiðir sem boðið er upp á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gæti verið að sú staðreynd að þú færð ekki lausn ef þú ert í vanskilum og sú staðreynd að þú færð ekki lausn ef þú ert ekki í vanskilum spili ekki svolítið þarna inn í en þessi staðreynd hefur verið marg tuggin í fréttum. Gæti síðan verið að fólk vilji halda í þá litlu sjálfsvirðingu sem að það á eftir og fara heldur á höfuðið heldur en að hafa tilsjónarmann frá ríkinu inn á gafli hjá sér til að segja sér hvað má og ekki má. Ég tel það þó að ég hafi ekki þurft að kynna mér það að ástæðan sé að þessar lausnir eru handónytar og búnar til sem einskonar Potekimtjöld til að fela getu og viljaleysi ráðamanna eða það sem verra er staðfestan vilja þeirra til að koma þjóðinni á kaldan klaka svo hægt sé að færa auðlindirnar og eignirnar þeim sem þær eiga fá og Evrópusambandinu restina

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.10.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mér td var sakt að ég skuldaði ekki nógu mikið til að fá hjálp,og ég er ekki tilbúin í spennitreyju ,er í henni .

Ólöf Karlsdóttir, 13.10.2010 kl. 10:11

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er svo margt sem við skiljum ekki Kolbrún. Ég skil til dæmis ekki af hverju öllu er alltaf bjargað fyrir þá sem eiga, innistæður eru varðar upp í topp. Meira að segja verðbréfasjóðirnir, 200 milljarðar fóru í að verja þá. Innistæðueigendur þurfa ekki að gera neitt, ekki mótmæla eða hafa hátt, milljarðarnir streyma bara til þeirra. En ef skuldarar fara fram á leiðréttingu á einungis hluta þess sem tekið hefur verið af þeim og fært innistæðueigendum, þá er ekkert gert með það. Þeir mega bara éta það sem úti frýs!

Gísli Sigurðsson, 13.10.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sagt er að fólk þurfi að bíða mánuðum saman til að komast að með sýn mál, og þá er það  búið að missa eignir sýnar. ( Gæti það verið hluti af ástæðu? )

Eyjólfur G Svavarsson, 13.10.2010 kl. 15:03

5 identicon

Það tekur marga mánuði að fá svar og sumir fá aldrei neitt svar frá bankanum sínum. Fólk er löngu farið á hausinn áður en eitthvað er gert. Þetta er bara staðreynd.

steina (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband