Hver er lausnin á biðlistavandamálinu t.d. á Bugl?

Ljóst er að hér er um uppsafnaðan vanda að ræða. Undanfarin ár hafa læknar og sérfræðingar LSH sent Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu fjölda skýrslna með tillögum til úrbóta. Þetta eru m.a. tillögur sem ganga út á að auka stjórn á vettvangi og að ábyrgðar- og valdsvið haldist í hendur svo aðeins ein af fjölmörgum tillögum séu nefndar. Margar af þessum tillögum virðast skynsamar og þaulhugsaðar. Þeir sem starfa á þessum stöðum hljóta að vita hvernig best er að skipuleggja og hagræða í kerfinu. En hafa heilbrigðisráðherrar í gegnum tíðina hlustað eða tekið mið af ráðleggingum þeirra?

Sjálf er ég þeirrar skoðunar að við eigum að horfa til nágrannaþjóða okkar og reyna að læra af þeim hvernig reka á skilvirkt heilbrigðiskerfi. Margir eru t.d. sammála um að hin Norðurlöndin séu langt á undan Íslandi í geðheilbrigðismálum hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Fíkniefnaneytendur mynda annan hóp sem okkar kerfi hefur ekki náð að umvefja nægjanlega vel.

Við verðum að finna leið út úr þessu. Við sem störfum í þessum geira erum máttlaus og manni finnst maður stöðugt vera að tuða en ekkert okkar vill búa við endalausa biðlista. Ég vil að við og auðvitað stjórnmálamennirnir hverju sinni hlusti á raddir notenda, aðstandenda og þeirra fjölmörgu sérfræðinga sem hafa lagt fram vel ígrundaðar tillögur til úrbóta. Kostnað við úrbætur þarf ávallt að meta í ljósi þess ávinnings sem úrbæturnar færa. Til að móta heildstæða stefnu þurfa allir aðilar borðsins að koma að málum. Vinna sem unnin er úr glerhýsi skilar engu. Stefna og leiðir til úrbóta er ekki einkamál stjórnmálamanna.
Framsóknarflokkurinn hefur fengið að spreyta sig á þessu verkefni árum saman án þess að hafa náð viðunandi árangri. Ég vil sjá þetta ráðuneyti komist í hendurnar á sjálfstæðismönnum frá og með næstu kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lausnin við flestum ríkisbeljuvandamálum er einkavæðing, á ekkert síður við geðheilbrigðismál.

Geiri (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband