Offita barna

Mér fannst hún svo sorgleg fréttin í kvöld um feita 8 ára drenginn í Bretlandi sem var tekinn af móður sinni vegna þess að offita hans var farin að ógna heilsu hans. Líklega var þessi aðgerð nauðsynleg hjá barnaverndaryfirvöldum á staðnum en mér fannst óþarfi að setja þetta í þannig búning að móðir hans hefði gerst sek um vanrækslu eða annað þeim mun verra. Móðirin réði einfaldlega ekki við þetta enda drengurinn afar aggressívur þegar kom að mat. Ég hefði viljað sjá barnaverndaryfirvöld túlka þetta sem aðstoð við móðurina fremur en hún væri vanhæf í uppeldinu eins og gert var í þessari frétt. Offita barna er vissulega erfitt og vaxandi vandamál sem við hér á Íslandi erum líka að berjast við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Mér fannst þessi frétt líka sorgleg. En man líka eftir að hafa lesið einhverstaðar, að það er til sjúkdómur, sem lýsir sér þannig að einstaklingurinn er alltaf svangur. Mér finnst þessi drengur vera líklegur að hafa þennann sjúkdóm. Þannig að það á ekki að refsa móðurinni. Einnig fannst mér á fréttinni að það væru fleiri börn á heimilinu sem höfðu ekki þetta vandamál.

Fishandchips, 27.2.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var ég eitthvað að misskilja, það var sagt "stóð til" en ekki að hann yrði fjarlægður.  Fannst eins og það hefði verið ætlun, en verið hætt við að taka hann af móðurinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér sýndist i fréttinni að þau mæðginin væru að kveðjast og hann grét. En svona fréttir eru kannski ekki alveg áreiðanlegar, veit ekki

Kolbrún Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég veit ekki.  Þarf sennilega að skoða þetta betur.  En þetta er samt sem áður mjög sorglegt.  Konu greyið réði greinilega ekkert við þetta barn sitt.  Ég þessi svona dæmi hér, um barn sem er svona.  Og mamman alveg ráðalaus.  Hann var skorin upp í fyrra til að stytta garnir eða eitthvað álíka.  Til að reyna allt til að hjálpa drengnum.  Þetta er óviðráðanlegt því það vantar eitthvað sem segir stopp ég er saddur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 23:20

5 identicon

Það var hætt við að taka barnið af henni skv. fréttum.  Mamman er að vissu leiti vanhæf til að annast drenginn fyrst svona er komið fyrir honum, en svo veit maður heldur ekki söguna alla, hvort hún hefur reynt að fá aðstoð þar til bærra stofnanna o.s.frv. þannig að það er erfitt að meta.  Mín skoðun er sú að það beri vitni um vanrækslu að ofala barn á þennan hátt og drengurinn þjáist örugglega af næringarskorti sökum einhæfrar fæðu.  Eins og þessi móðir lýsti að drengurinn hafi verið svangur frá fæðingu, þá ég sjálf barn sem nú er orðið 16 ára sem var svangt frá fæðingu og þarf enn að borða á tveggja tíma fresti.  Við vorum mjög meðvituð um þetta og reyndum að stjórna fæðuvali og hreyfingu frá fyrstu tíð.  Það var stundum þraut erfitt og hundleiðinlegt, en barnið mitt er í eðlilegum holdum og kann algjörlega allt um hvernig maður á að samsetja matinn þannig að hann sé bæði hollur og góður

Anna Stína (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:50

6 identicon

Takk Anna Stína, þá hefur skilningur minn verið réttur.  En ég er sammála þér um að blessuð móðirin er óhæf til að hafa þetta barn.  Það er greinilegt að hún hefur alveg látið undan barninu í öllum hans kröfum um mat, í stað þess að leiða hann áfram í að borða eitthvað annað.  Börn eiga ekki að ráða sjálf hvað þau borða.  Ég átti til dæmis í mesta basli við minn stubb þegar hann kom til mín, hann vildi fá sykur út á kornfleksið, ég sagaði honum að það væri af og frá.  En ég fékk alltaf svoleiðis hjá mömmu sagði hann.  Í dag nokkrum árum síðar er aldrei minnst á sykur á kornfleksið.  Við hljótum að þurfa að stýra neyslu barnanna í rétta átt.  Alveg eins og öðrum góðum siðum og reglum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:34

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála þessu öllu, en samt spurning um hvernig málið er kynnt. Það er þetta „hvernig maður gerir hlutina“ sem ég er líklega mest upptekin af. Langar að senda inn smá pistil varðandi þessi mál sem kannski skýrir mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir frá upphafi þannig að vandinn nái ekki að verða óviðráðanlegur. Svo er það þetta með fyrirmyndirnar, börnin okkar horfa á okkur og taka mið af hvernig við lifum lífinu, t.d. hvað við borðum og hvort við hreyfum okkur osfrv.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 19:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband