Landgræðsla; nokkur orð um innlendar belgjurtir.

Innlendu belgjurtirnar mynda saman  breiðan valkost í landgræðslustarfi og í landbúnaði. Þar finnum við t.d. litauðgi  og litablöndur (rauð og hvítsmári, umfeðmingur og vallerta, vallerta og rauðsmári)  og stóar og smáar tegundir sem spanna breiða vist á mörgum sviðum  og þær hafa vaxið hér lengi og náð að aðlagast umhverfinu að einhverju marki. Þær má nýta með ýmsum hætti en það er þeim sameiginlegt að þær þurfa ekki níturáburð til að vaxa vel og aðrar tegundir í nágrenninu njóta stundum góðs af níturbindingu þeirra. Íslensku belgjurtirnar eru  flestar af landnemagerð með nokkur sameiginleg einkenni en einnig nokkur einkenni sem eru ólík.  Baunagras og hvítsmári kunna að henta sums staðar í landgræðslu, vallertan, umfeðmingur  eða giljaflækjan annars staðar. Í landbúnaði má hafa not af  hvítsmára og umfeðmingi. Þær hafa verið vanmetnar í landgræðslustarfi.  Úr því má bæta ef hægt er að rækta af þeim fræ. Þar ætti að vera góður markaður fyrir fræ þessara tegunda.

Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að kanna nýtingu þesara innlendu belgjurta. Allnokkrir erfiðleikar eru á því að nýta þessar tegundir. Fræframleiðsla þeirra var ekki þekkt og margt benti til að fræ nýttist illa (Jón Guðmundsson, LBHI).

Tvö megin vandamál eru

1. Nýting fræs, innan þess hluta er fræverkun og sambýli övera og plöntu
2. Fræframleiðsla. Innan þess hluta er frævun, fræsláttur og að finna aðferðir og umhverfi  sem gefa mest fræ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Bíddu nú hæg.  Ertu ekki sálfræðingur eða ertu að plata?

Sigurður Ásbjörnsson, 8.3.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Jú nú er það sálfræði belgjurtanna.

Kolbrún Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 18:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband