Að leggja á fjöll þrátt fyrir viðvaranir ber vott um kjánaskap og tillitsleysi

Hvað gengur þeim ferðamönnum til sem leggja á fjöll þrátt fyrir viðvaranir? Þeir sem taka slíka áhættu og lenda síðan í hremmingum eiga að mínu mati að bera kostnaðinn sem til fellur vegna leitar og  björgunaraðgerða. Gera þessir aðilar sér ekki grein fyrir að reikningar björgunasveita eru upp á milljónir? Er þeim kannski bara alveg sama?  Svo er spurning hvort ekki eigi að skylda ferðamenn til að gera grein fyrir ferðaátælunum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það ætti kanski að gera þá ábyrga fyrir kostnaðinum.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.3.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það geti orðið erfitt í framkvæmd. Hverjir eru það sem oftast fara svona illa búnir og í vondum spám á fjöll.  Oftar en ekki hugsunarlausir unglingar.  Og hvar á að draga mörkin.  Á þá að hætta leit að fólki sem vitað er að er ekki afborgunarmenn fyrir leitinni, eða á að rukka suma en ekki aðra.  Þarna munu vakna fleiri spurningar en svör.  Áróður og fræðsla þarf að vera meiri.  Hitt er ekki hægt að framkvæma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér heyrist þetta oftar en ekki vera fullorðnir einstaklingar og stórum jeppum.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 11:42

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Bara um helgina var lýst eftir fimm jebbum og svo eru það vélsleðamenn.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Ibba Sig.

Ég held við séum komin út á mjög hættulega braut þegar við ræðum um að láta fólk sem bjargað er greiða fyrir björgunina. Ætli afleiðingin yrði ekki sú að fólk í vandræðum hugsaði sig þrisvar um áður en það  hringir á hjálp sem getur orðið til þess að vandræðin verði meiri og alvarlegri og erfiðari að leysa. 

Auðvitað er gott að brýna fyrir fólki að fara varlega og taka mark á veðurspám. Og ábending Þryms um að fara með ferðaáætlun í Landsbjörg er góð. Félagið býður upp á þessa þjónustu og sjálfsagt að nýta sér hana.

Eru björgunarmál ekki bara í fínum farvegi eins og er? Fólk kaupir flugelda, neyðarkall og styrkir aðra fjáröflun og björgunarsveitir bjarga í staðinn. Er þetta ekki flottasta fyrirkomulagið?

Ibba Sig., 12.3.2007 kl. 14:49

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég veit ekki....hugsunarlausir unglingar og einnig karlmenn sem eru algerlega jeppasjúkir. Þá er ég ekki að tala um alla sem hafa gaman af jeppum, heldur svona dellukalla af vestu sort

Mér finnst ansi hæpið að láta greiða sjálfa, en mér finndist í lagi að koma með sektir og annað slíkt.  Þeir þurfa eflaust að finna aðeins til ábyrgðar og horfast í augu við þær viðvaranir sem koma. En ef verið væri að leggja allt of hart á þá, þá er ég hrædd um að þeir mundu sjálfir jafnvel ekki þekkja mörkin og jafvel ekki þora að kalla á björgun ef út í það færi..... 

Inga Lára Helgadóttir, 13.3.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Ef að þeir hefðu fundist slasaðir eða látnir hefði enginn farið að fjasa um skemmda bíla eða vélsleða. Þeir ætluðu sér ekkert að týnast blessaðir mennirnir en læra örugglega sína lexíu af þessari bjarmalandsför.

Sigríður Gunnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 00:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband