Börn samkynhneigðra

Á prestastefnu stendur nú til að ræða ýtarlega hvort samkynhneigðir eigi að fá blessun, vígslu eða hjónavígslu. Hver er nú eiginlega munurinn á vígslu eða hjónavígslu og þegar upp er staðið er þetta ekki bara spurning um orðið „hjóna“ sem fyrir sumum prestum er afar viðkvæmt þegar málefni samkynhneigðra ber á góma.

Um það bil 40 prestar vilja að heimilað verði að gefa samkynhneigð pör saman í hjónaband. Málið er sannarlega umdeilt. Leiða má að því líkum að skoðanir þeirra presta sem tilheyra yngir kynslóðinni séu frjálslegri í þessu sambandi en þeirra eldri aftur á móti íhaldssamari. 

En yfir í annað þessu tengt og það er, hafa prestar leitt hugann að því hvernig það er að vera barn samkynhneigðra í þessu samfélagi?

Hvernig skyldi barn sem á samkynhneigt foreldri/foreldra skynja þessa umræðu eða réttara sagt deilu sem varðar foreldra þeirra og þeirra tilfinningalíf? 

Börn eru vegna ungs aldurs síns afar næm fyrir umhverfinu og börn samkynhneigðra, eins og önnur börn, eru viðkvæm fyrir neikvæðri umfjöllun beinist hún að þeirra nánustu.
Þetta ættu prestarnir að hafa í huga þegar þeir tjá sig um skoðanir sínar um þetta mál og ábyrgð fjölmiðlanna er að matreiða fréttirnar með þeim hætti að þær verði þess ekki valdandi að særa og jafnvel skaða börn þessa minnihlutahóps sem hér um ræðir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gott þú kemur að þessu síðastnefnda Kolbrún varðandi börnin, þetta er eitt vinsælasta umræðuefnið sýnist mér hér á blogginu í dag, ég einmitt bloggaði eitthvað um þetta í gær  (Fóstureyðingar eru hryðjuverk) Það er alveg ljóst að maður á það til að blogga um hitt og þetta í nokkurskonar hugsanarleysi.

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 11:52

2 identicon

Guð skapaði heiminn þ.e.a.s mig og þig líka, eigum við þá ekki að reyna að komast að því hvað Guð vill ? og leita vilja hans?  í stað þess að vera upptekin í okkar "skoðunum" á lífinu.

 Jésus sagði :Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."

Ragnar Steinn Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Aðgát skal höfð í nærveru sálar - einkum barnssálar. Auðvitað eru hjónabönd samkynhneigðra sama og hjónabönd gagnkynhneigðra. Að ganga í hjónaband, hvort sem það eru gagnkynhneigðir eða samkynhneigðir, á að vera lögformlegur gjörningur og vera framkvæmdur sem slíkur hjá lögformlegu veraldlegu yfirvaldi, t.d. sýslumanni. Trúfélög eiga eingöngu að sjá um blessun slíkra banda.

Viðar Eggertsson, 25.4.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég er ekki móti trúnni, ég er móti þessu valda stöffi sem Vatikanið td. hefur. Vildi bara ekki láta misskiljast.  Tek einnig undir það sem Viðar Eggertsson segir hér.

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 14:36

5 identicon

takk takk firir stuðnigin

en tegar tetta kemur maður velldir alldaf af hver er ég ekki buinn ad skrá migúr kirkkini vist ad maður er ekki velkomin.

"en tetta með börin vá eg mitt ekki vill hafa átt samkiðna forldar ..;;

ég mindi ekki villa gera neinu barni að turva ad allast upp í fortomum

en ef tad ver ekki tessir fordomar þá mindi eg sko villa ad eiga börn

því ad tad er migil vegur bartur ad getta allið upp börn..

hvad jón gunnar

jón (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er sammála þér Kolbrún, eina ferðina enn..... Ég var reyndar ekki mjög sammála þegar ég byrjaði að lesa pistilinn, en um leið og ég fór að leiða hugann að börnunum eins og þú gerir í grein þinn hér, þá tók skoðun mín alveg 180 gráða beygju. Ætti ekki að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi í þessu líka. Núna er samkynhneigð viðurkennd, svo kannski mætti aðeins endurskoða ýmis mál.

Annað en hér áður, þegar samkynhneigð var synd, þá voru viðhorf, gildi og trú önnur en í dag. Núna er árið 2007 og ættum við kannski að fara að hugsa á annan hátt, svona svipaðan hátt gagnvart kirkjunni eins og almennt tíðkast í samfélagi okkar.

Inga Lára Helgadóttir, 25.4.2007 kl. 20:32

7 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn og tók þess vegna ekki þátt í prófkjöri flokksins. Skil samt ekkert í því af hverju þú fórst ekki ofar á lista. Nema þú sért í vitlausum flokki Ég er eiginlega alltaf sammála því sem þú skrifar!

Ingibjörg Stefánsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:26

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Ingibjörg. Ég vil ekki trúa því að ég sé í vitlausum flokki en það er satt að margir hafa komið til mín með svona „I told you so“ og með þau rök að mín stétt sé ekki rétta stéttin osfrv. Ég neita að trúa því og vil halda í að ég væri ágætur kostur í Sjálfstæðisflokkinn

Kolbrún Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 23:03

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög góður pistill hjá þér og góðar ábendingar. Takk fyrir. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband