Jibbííí, við unnum mál okkar í Héraðsdómi í dag. Til hamingju sálfræðingar!

Þetta er stór dagur í sögu Sálfræðingafélags Íslands.

Eins og ég hef margskrifað um áður bæði í greinum og hér á blogginu þá var mál okkar fyrir dómstólum. Í dag var kveðinn upp dómur Sálfræðingafélaginu í hag.

Úrskurður áfrýjunarnefndar var felldur úr gildi.  Úrskurðurinn varðaði ógildingu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gengi til samninga við sálfræðinga um þátttöku Tryggingastofnunar í viðtalsmeðferð. Sá úrskurður stendur sem sagt óbreyttur og kveður á um að heilbrigðisráðherra skuli ganga til samninga við sálfræðinga með sama hætti og hann hefur gert við geðlækna.

Nú verður spennandi að sjá hvað hún Siv okkar vill gera. Vill hún áfrýja?
Hún er nýlega búin að gera þjónustusamning m.a.við tannlækna og eigendur og þjálfara leiðsöguhunda. En hvað vill hún gera fyrir þá sem þarfnast sálfræðiþjónustu? Nú er lag Siv Smile

Hér er dómurinn í
 fylgiskjali  en hann má einnnig skoða á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur
http://domstolar.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Er þetta ekki hálf skrítin staða fyrir þig, sem stjórnarliða ? 

Þóra Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta mál hefur verið í gangi árum saman og oft höfum við haldið að nú fari eitthvað að gerast í þessu. Allan tíman höfum við átt samskipti við ráðherra Framsóknarflokksins auk þess sem við höfum ítrekað hitt þingflokka, þingflokksformenn og þingmenn. Lengi vel stóð á því að breyta þurfti lögunum til að heilbrigðisráðuneytið gæti samið við okkur. Fyrir nokkrum árum var þeim hindrunum hrint úr vegi. Nú hefur okkur ítrekað verið tjáð að  það vanti fjármagn en við vitum að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið fjármagn að spila úr, það er einfaldlega spurning hvernig það er nýtt. Við höfum janframt sýnt fram á að verði gerður þjónustusamningur við sálfræðinga eru allar líkur á að það dragi úr lyfjakostnaði svo þegar upp er staðið yrði um sparnað að ræða. Þess utan er einfaldlega um sanngirnismál að ræða og að gefa fólki kost á að velja sér heilbrigðisþjónustu.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Andrés.si

Það var sko mikið réttlætanlegt.  En hvað með framtið? Ég held að nú verður  sálfræðinga útskrífast, rétt eins og lögfræðingar fyrir 15 árum.   Hver ætla að læra að vera rafvírki, smiður ++++?

Andrés.si, 9.5.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lykke til.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.5.2007 kl. 01:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju Sálfræðingastétt landsins.  Vonandi lætur Siv hér gott heita og gerir ykkur jafnhátt undir höfði og geðlæknum og öðrum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 08:48

6 identicon

Þetta eru gleðifréttir og eykur aðhaldið í ráðgjafaþjónustunni. Betri þjónusta með aukinni fjölbreyttni og aukið val einstaklinganna, eins og öll samkeppni gerir. Við fögnum þessari samkeppni í heilbrigðisgeiranum, þeim einkarekna að hluta til. Vona að sálfræðingar taki slaginn í baráttunni við lyfjaneyslu, þó sérstaklega til handa barna sem geta ekki sagt NEI takk í það minnsta sjálf.

Gangi þér vel!! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Loksins Loksins, sagði skáldið

En ég er næstum tilbúin að lofa þér því, ef ég þekki vinnubrögðin hjá Siv, þá mun hún ekki reyna að gera auðvelt fyrir ..... þessvegna er hún mér ekki að skapi.

Kveðja til þín Kolbrún,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 10.5.2007 kl. 14:24

8 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Til hamingju Ísland, segi ég nú bara. Siv reddar málunum, elskurnar mínar:-)

Sigríður Gunnarsdóttir, 10.5.2007 kl. 15:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband