FÓLKIÐ FYRST!

Þessi þáttur með Ingu Sæland á Útvarpi Sögu var magnaður! Hver stofnar stjórnmálaflokk eins og enginn sé morgundagurinn og er komin með fjóra þingmenn á einni örskot stundu inn á þing nema Inga Sæland?
 
FÓLKIÐ FYRST er okkar kjörorð. Við ætlum ekki að linna látum fyrr en ALLIR í borginni hafa eignast öruggt skjól: heimili, fæði og klæði. Við erum að tala um 1000 barnafjölskyldur sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, 150 eldri borgara og 500 öryrkja sem nú eiga í engin hús að venda sem þau geta kallað heimili sitt.
 
Barnafjölskyldur sem hér um ræðir búa ýmist hjá vinum eða ættingjum eða í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði eða hafa hrökklast úr borginni. Hundrað eldri borgarar eru geymdir á Landspítala. Dæmi eru um að eldri borgarar hafa verið fluttir út á land gegn vilja sínum þar sem þei þekkja engan, aðskildir frá fjölskyldu og mökum sínum. Aðrir tugir bíða í heimahúsi og er biðin allt að tvö ár fyrir suma.

Allt þetta fólk er á BIÐ, það bíður og bíður og biðlistar hafa ekki haggast í fjögur ár. Ef eitthvað er, þá fjölgar á biðlistum og sama má segja um dagvistun aldraðra og heimaþjónustu. Þetta er vegna þessa að borgin hefur viðhaft lóðarskortsstefnu í mörg ár og lagt áherslu á að byggja hótel og íbúðir fyrir ofurlaunafólk.
 
Við viljum kynna fyrir ykkur hagsmunafulltrúa fyrir aldraða sem ætlað er að kortleggja stöðu eldri borgara í borginni og halda utan um aðhlynningu og aðbúnað þeirra.
 
Við viljum ræða um heimagreiðslur fyrir foreldra til að vera með barni sínu heima til allt að tveggja ára til að brúa bilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Þetta er einungis val.
 
Skólamálin eru annað stórt verkefni. Vaxandi kvíði og andleg vanlíðan hjá börnunum okkar hlýtur að vekja hjá okkur ugg og kallar á grundvallarskoðun og breytingar á núverandi skólafyrirkomulagi sem er Skóli án aðgreiningar. Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir öll börn. 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband