Vil að borgarstjóri sé heiðarlegur og axli ábyrgð í braggamálinu

Ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins var með bókun í þessu máli sem Miðflokkurinn tók einnig þátt í. Nú hefur Minjastofnun sent frá sér yfirlýsingu og er mér brugðið. Ég verð bara að segja að það er sérstakt að sjá hvernig borgarstjóri reynir að varpa frá sér ábyrgð, kenna Minjastofnun m.a. um sem sver þetta af sér.

Öðrum var einnig kennt um þessa umframkeyrslu í bragga endurbyggingunni eins og sjá má í tillögu sem ég gerði í þessu máli um að kalla eftir endurgreiðslum (sjá fundargerð) og það er HR. Tillagan kom til því Minjastofnun og HR voru sögð ábyrg fyrir þessu  að minnsta kosti að hluta til. En hvernig kemur HR að þessu og hversu mikið greiðir skólinn? Ég mun leggja þá fyrirspurn fram næst ef það verður þá ekki þegar upplýst.

Ég bið bara um að borgarstjóri sé heiðarlegur, horfist í augu við mistökin og axli ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband