Rýmkun hlutverks fagráðs kirkjunnar

Í gær var minn fyrsti dagur á kirkjuþingi 2018 sem kirkjuþingsfulltrúi. Ég er framsögumaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að kirkjuþing samþykki að rýmka hlutverk fagráðsins. Í stað þess að fagráðið taki einungis á málum er varða meint kynferðisbrot gætu allir, ef ályktunin yrði samþykkt, sem starfa á vegum kirkjunnar eða eiga þar hagsmuna að gæta vísað þar tilgreindum málum sínum til fagráðsins. Þetta næði t.d. yfir mál er litu að hvers lags ofbeldi svo sem einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Lagt er til að skipuð verði nefnd sem hefði það hlutverk að móta starfsreglur, verklag og stjórnkerfi, sem og yfirfara skilgreiningar í tengslum við þær breytingar sem lagðar eru til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband