TÍMAMÓT hjá þjóðkirkjunni

Ég hef setið á framhaldskirkjuþingi um helgina og í morgun var samþykkt tillaga að nýrri stefnu þjóðkirkjunnar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar ásamt fylgiskjali með ítarlegu verkferli. Þessi vinna mín, ásamt tveimur öðrum, hefur staðið síðan í nóvember en á kirkjuþingi 2018 var samþykkt tillaga mín og nokkurra annarra að skipa nefnd þriggja fulltrúa til að móta stefnu og verklag. Einnig var lagt til og það samþykkt að setja á laggirnar teymi utanaðkomandi sérfróðra aðilar um þessi mál. Teymið tekur á móti kvörtunum sem upp kunna að koma á starfsstöðvum þjóðkirkjunnar og er varða ofbeldi af hvers lags tagi. Teymið kannar málið eftir ákveðnu verklagi og skilar áliti sínu í greinargerð. Allt starfsfólk kirkjunnar og aðrir þeir sem hagsmuna eiga að gæta og sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi, einelti eða kynferðislegri áreitni geta vísað máli sínu til Teymis þjóðkirkjunnar. Teymið mun taka til starfa í sumar. Samþykkt þessarar tillögu eru tímamót hjá þjóðkirkjunni og fyrir hönd hennar og starfsmanna er ég afar ánægð með þennan áfanga.

bjalla-kirkjuþings2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband