Fresta lokun Laugavegar á meðan vilji borgarbúa er kannaður til hlítar

Í borgarstjórn í dag mun tillaga Flokks fólksins vera lögð fram um að lokun Laugavegar og Skólavörðustígs verði frestað á meðan að könnuð verði til hlítar afstaða borgarbúa gagnvart heilsárs lokun þessara gatna fyrir bílaumferð. 

Lagt er til að Reykjavíkurborg taki upp samstarf við háskóla og/eða reynslumikið fyrirtæki sem framkvæmir skoðanakannanir, í þeim tilgangi að vinna að viðhorfsrannsókn ýmissa hópa í borginni gagnvart lokun umræddra gatna fyrir bílaumferð. Lagt er til að leitað verði viðhorfa hagsmunaaðila við þær götur sem á að loka, jafnframt samtök eldri borgara, samtök fatlaðra og breiðs hóps borgarbúa sem búa víðs vegar um borgina. Nauðsynlegt er að úrtakið endurspegli þýðið og sýni þannig sem best raunverulegan vilja borgarbúa og einstakra hópa. Nauðsynlegt er að móta spurningar þannig að skýrt sé hvað spurt er um og þátttakendum gert ljóst hvað er í vændum varðandi lokun þessara gatna til frambúðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband