Tillaga um úttekt Innri endurskoðunar á Gröndalshúsi felld

Flokkur fólksins lagði til í janúar að Innri endurskoðun gerði úttekt á Gröndalshúsi en sú tillaga var felld í borgarráði í vikunni.

Hún hljóðaði svona:

Flokkur fólksins leggur til að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt á Gröndalshúsinu og gerð var á endurbyggingu braggans á Nauthólsvegi 100. Gröndalshúsið fór 198 milljónir fram úr áætlun. Leiða þarf til lykta hvort þetta verkefni eins og braggaverkefnið var stjórnlaust og uppfullt af misferlum. Eftir því sem fram hefur komið hjá Innri endurskoðun er á borði skrifstofunnar úttekt á framkvæmdum við Mathöll Hlemmi, Sundhöll, Vesturbæjarskóla og hjólastíg við Grensásveg."

Tillagan var felld

Hér er bókun sem lögð var fram í framhaldi af umsögn borgarinnar um málið og afgreiðslu.

Bókun Flokks fólksins

Óskað var eftir að gerð yrði úttekt á Gröndalshúsi sambærileg þeirri sem gerð var á Nauthólsvegi 100. Í svari frá Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar segir að ekki sé ástæða til að gera úttekt á Gröndalshúsi þar sem verkefnið var unnið á vegum Minjaverndar og þeir starfsmenn sem komu að þessu verkefni á vegum skrifstofunnar hafa látið að störfum.
Flokkur fólksins telur þetta engin rök. Ennfremur segir að ekki sé rétt með farið að Gröndalshús hafi farið 198 milljónir fram úr áætlun og að verið sé að blanda saman atvinnutengdu samstarfsverkefni með Völundarverki og endurgerð hússins að Vesturgötu.

Er hér verið að fullyrða að frétt sem birtist í 15. 12. 2018 sé röng en í henni segir:

Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun.
Segir ennfremur í fréttinni að þetta hafi komið fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við fyrirspurn um kostnað við endurbæturnar. Bent er á upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. 

Í kjölfarið lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi fyrirspurn:

Spurt er þá hvort eftirfarandi frétt sem birtist í visi.is 15.12.2018 sé röng? 
En í henni segir:

Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun.
Segir ennfremur í fréttinni að þetta hafi komið fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við fyrirspurn um kostnað við endurbæturnar. Bent er á upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir.

Aðrar tvær tillögur bíða afgreiðslu en þær voru einnig lagðar fram af Flokki fólksins 10. janúar:
Flokkur fólksins leggur til að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt á Aðalstræti 10 og bragganum á Nauthólsvegi 100. Aðalstræti 10 fór 270 milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Leiða þarf til lykta hvort þetta verkefni eins og braggaverkefnið var stjórnlaust.

Flokkur fólksins leggur til að Innri endurskoðun geri sambærilega úttekt á Vitanum við Sæbraut og gert var á endurbyggingu braggans á Nauthólsvegi 100. Vitinn fór 75 milljónir fram úr áætlun og er framkvæmdum ekki lokið. Leiða þarf til lykta hvort þetta verkefni eins og braggaverkefnið var stjórnlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband