Borgarstjóri ekki hinn hagsýni húsfaðir

Það gengur illa að fá borgarstjóra til að vera hagsýnn og fara vel með peninga borgarbúa.
Það segi ég vegna þess að tillaga Flokks Fólksins um að minnka kostnað vegna opinna funda borgarstjóra út í bæ var felld í morgun á fundi forsætisnefndar. Að fella þessa tillögu kom mér í opna skjöldu. Kostnaður er óhemju hár við hljóðkerfi, myndbandsupptökur og streymi frá opnum fundum borgarstjóra eins og sjá má á mynd hér neðar. Tæknimál eins fundar getur kostað allt að 550.000. Ég vil að leitað verði leiða til að minnka þennan kostnað og hélt í barnaskap mínum að við, þvert á flokka, gætum verið sammála um að vilja það? Eins og ég segi í bókun sem ég náði að smella inn áður en formaðurinn sleit fundi þá sýnist mér vandinn liggja í að samið er um tæknimál og streymi fyrir einn fund í einu í stað þess að óska tilboða í fleiri fundi. Með því að semja um einn fund í einu er ólíklegt að gott tilboð fáist. Kostnaður við einn fund nær þess utan ekki lágmarksviðmiði útboðsreglna. Ef um er að ræða "fundapakka" gegnir öðru máli. Auðvitað er ekkert sem meinar borginni að kanna verð og óska tilboða þótt áætluð fjárhæð innkaupa með virðisaukaskatti sé undir viðmiði innkaupareglna. Það eru engin geimvísindi að sekkur af hrísgrjónum er hlutfallslega ódýrari en lítill pakki af hrísgrjónum. En borgarmeirihlutinn hefur ekki uppgötvað það enn alla vega ekki í þessu sambandi.
Hljóðuppt. jpg
Fundarherferð borgarstjóra

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband