Gleymdist að mæla?

Í þessu botna ég bara alls ekki. Var bara pantað skip svona út í loftið án þess að gera viðeigandi mælingar? Nú, þegar skipið er komið þá uppgötvast að gera þarf breytingar á báðum bryggjum og kostnaðurinn er 100 milljónir króna! 

Frétt:
Það hefur dregist nokkuð að koma nýjum Herjólfi á áætlun. Ferjan er of há fyrir bryggjuna í Eyjum og hætta var á að skipið yrði fyrir skemmdum. Nú hefur það verið leyst tímabundið með því að endurnýja ásiglingarvörn úr dekkjum á bryggjunni með nýjum og stærri dekkjum.
 

„Aðstæðurnar eiga að vera klárar fyrir báðar ferðirnar þannig það á ekki að trufla okkur eitt eða neitt svo við erum alsæl með það að geta loksins farið að láta þetta rúlla," segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.  „Við þurfum bara ákveðinn tíma til að koma okkur í gírinn og svo mun þetta skip bara sigla áætlun eins og hún hefur verið teiknuð upp, sjö ferðir á dag," segir hann. 

Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir að í haust verði ráðist í að hækka viðlegukanta á bryggjunum. „Það gæti kostað jafnvel um 50 milljónir í hvorri höfn, það þarf bæði í Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn," segir Jónas, 100 milljónir í heildina. Vonast er til að það þær breytingar verði kláraðar í lok október.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband