Pína og kvalir að sækja um rekstrar- og/eða byggingarleyfi í borginni

Hátt flækjustig er á mörgu í borginni. Regluverkið er eins og bandormur, alls konar skilyrði og kvaðir og fullt af smáu letri. Að sækja um rekstrar- eða byggingarleyfi veldur pínu og kvölum hjá mörgum.  Sumt er hægt að senda rafrænt en annað ekki sem flækir málið enn frekar. Stundum er eins og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri á að gera. Borgarbáknið er stórt og flókið þótt borgin teljist lítil í samanburði við borgir í Evrópu. Þeir sem sækja um rekstrarleyfi hafa verið komnir að því að reita hár sitt.

Á fundi borgarráðs lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi tillögu:

Flokkur fólksins leggur til að borgin og skipulagsyfirvöld í borginni gangi í það verk  að einfalda rekstrar- og byggingarreglukerfið. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og ættu að geta einfaldað kerfið ef þær vilja. Margir kvarta yfir hversu þungt í vöfum umsóknarferlið er og flókið. Það er t.d. ekki hægt að senda öll gögn rafrænt. Afgreiðsla umsókna tekur oft langan tíma og framkvæmdaraðili veit oft ekki hvenær hann fær leyfið og getur því ekki skipulagt sig. Setja þyrfti skýr tímamörk um hvenær afgreiðsla liggur fyrir eftir að umsókn berst

Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband