Skjalaskandallinn til borgarlögmanns? Hvort á maður að gráta eða hlægja?

15. janúar 2019 var þessi tillaga mín og Miðflokks um að fela borgarlögmanni að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar felld. Það var okkar mat að það væri eina leiðin til að ljúka þessu máli fyrir alvöru, að fá það á hreint af óháðum aðilum hvort um misferli hafi verið að ræða 
 
Málinu er hvergi nærri lokið. Með nýrri skýrslu borgarskjalavarðar um frumkvæðisathugun hennar skellur þetta spillingarmál á okkur aftur eins og höggbylgja og nú verra en áður.
 
Nú er sú hugmynd uppi, hugmynd Sjálfstæðismanna, að málið fari ekki lengra en á borð borgarlögmanns sem rannsaki það sjálfur. Ég veit ekki hvort á að gráta eða hlægja en það hljóta allir að sjá vandamál með hæfi borgarlögmanns hér. En borgarstjóri elskar að sjálfsögðu þessa hugmynd og útilokar hana ekki eins og sagt var í fréttum. Ég tel borgarlögmann fullkomlega vanhæfan vegna innri tengsla í ráðhúsinu og ferlisins við ráðningu hans. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband