Braggaskýrslan undir stól

Þvílík afhjúpun.

Braggaskýrslan undir stól og reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða standast ekki skoðun. Í tvö ár hefur engin úr endurskoðunarnefndinni stigið fram fyrr en nú og þá er sagt að nefndin hafi brugðist með því að fylgja ekki braggaskýrslunni eftir. 

Tvennslags afhjúpun er hér í gangi:

Það er annars vegar reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða sem standast ekki skoðun og hins vegar að Braggaskýrslunni var stungið undir stól.

Flokkur fólksins lagði til í júní 2018 í borgarstjórn að gerð yrði rekstrarúttekt á Félagsbústöðum m.a. í ljósi misvísandi upplýsinga um annars vegar hagnað og hins vegar ríka fjárþörf. Það er ýmislegt sem orkar tvímælis þegar rýnt er í rekstur félagsins en það skal ekki rekið í ágóðaskyni. Nú segist Einar segja sig úr nefndinni að reiknings-skilaaðferðirnar standist ekki skoðun, (segir í greinargerð með tillögunni)

Braggaskýrslan

Einar Hálfdánarson endurskoðandi segir í Fréttablaðinu í dag að "það sé ekki nefndinni til sóma að hafa ekki fylgt braggaskýrslunni eftir eins og  endurskoðunarnefndum ber að gera þegar vart verður við mögulega sviksemi í stofnunum sem undir þær heyra" (haft eftir Einari í Fréttablaðinu)

 

Ég spyr af hverju sagði maðurinn ekkert fyrr þar sem hann var margspurður um hvað þeim þætti um þessa skýrslu og hvort ekki væri þarna meint misferil sem þyrfti að kanna. Þá var svarið alltaf Nei.

Ég er mjög fegin að  skýrslan sé nú komin í rannsókn til þar til bærra yfirvalda hvað svo sem kemur út úr því.

____________________________________

Hér er tillagan um úttekt á Félagsbústöðum í heild sinni frá 19.júní 2018, lögð fram í borgarstjórn

Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um rekstrarúttekt á Félagsbústöðum. Borgarstjórn samþykkir að fela innri endurskoðanda Reykjavíkur að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga með tilliti til stöðu leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síðar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.

Greinargerð:

Leiguverð á íbúðum Félagsbústaða hefur í einhverjum tilfellum verið að hækka og er að sliga marga leigjendur. Einnig hafa fjölmargar ábendingar og kvartanir borist um að húsnæði á vegum Félagsbústaða sé ekki haldið við sem skyldi.

Óskað er eftir úttekt á rekstri félagsins, þar sem farið er yfir launamál stjórnenda þess, stjórnarhætti og hlutverk fyrirtækisins m.a. í ljósi misvísandi upplýsinga um annars vegar hagnað og hins vegar ríka fjárþörf. Það er ýmislegt sem orkar tvímælis þegar rýnt er í rekstur félagsins en það skal ekki rekið í ágóðaskyni. Í ljósi þess er athyglivert að Félagsbústaðir hafi sýnt svo mikinn hagnað á liðnu ári. Óskað er eftir að svarað verði spurningum um það hvernig hinn mikli hagnaður félagsins er myndaður og hvernig þessir liðir eru færðir í bókhaldi félagsins.

Í úttektinni þarf m.a. að svara hvernig vinnubrögð eru viðhöfð við endurmat eigna og færslu bókhalds í því sambandi. Er núverandi rekstrarform sem best til að þjóna hagsmunum notenda?

Þessi tillaga var felld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband