Áfengiđ tók allt, sjálfsmyndina líka

„Ég vissi alltaf ađ pabba ţótti mjög vćnt um okkur systkinin en sjúkdómurinn alkóhólismi var bara búinn ađ taka hann“

Vikan mynd

 

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur lengi barist fyrir ţví ađ börn alkóhólista fái sálfrćđiţjónustu á vegum borgarinnar, en sú tillaga hefur ekki hlotiđ hljómgrunn. Kolbrúnu er ţetta hjartans mál enda ţekkir hún sjálf afleiđingar ţess ađ alast upp viđ alkóhólisma á sjálfsmynd og sjálfsmat barna. Hún segist hafa veriđ komin á fullorđinsár ţegar hún loks fór ađ trúa ţví ađ hún gćti eitthvađ og vćri einhvers virđi.

„Ég er yngst fjögurra systkina og ţegar ég fćddist bjó fjölskyldan á Víđimel hjá móđurömmu í agnarsmárri ţakíbúđ“ segir Kolbrún beđin um ađ gera grein fyrir bakgrunni sínum. „Pabbi var ţá byrjađur ađ byggja í Sólheimunum, var í góđri vinnu á Keflavíkurflugvelli og foreldrar mínir voru fólk sem átti mikla möguleika á ađ koma sér vel fyrir. Á yfirborđinu var allt slétt og fellt og fallegt, fjögur börn og foreldrar og föđuramma mín sem bjó hjá okkur síđar í Sólheimunum,  virkilega falleg mynd utanfrá séđ. En alkóhólismi pabba var búinn ađ vera ađ ţróast í töluverđan tíma um ţađ leyti sem ég er ađ fćđast og smátt og smátt fór ţessi fallega mynd ađ molna og ţađ endar međ ţví ađ pabbi missti allt út úr höndunum og foreldrar mínir skildu ţegar ég var sex ára. Ţá vorum viđ búin ađ vera ađ ţvćlast milli stađa, búa heima hjá móđurömmu minni í annađ sinn í einni kös. Áfengiđ var búiđ ađ taka allt frá okkur.“

Kolbrún segir föđur sinn hafa veriđ góđan mann, hjálpsaman, ljúfan og rólegan,  en hann hafi oft veriđ ofbeldisfullur ţegar hann drakk og ţađ hafi hann tekiđ út ađallega á móđur hennar.

mynd í vikunni real

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband