Borgarstjórnarsalinn á ekki að nota til að fá útrás fyrir persónulega heift

Þessi uppákoma í gær í borgarstjórn var með ólíkindum, ég missti andlitið og að horfa upp á heiftina, hjálpi mér. Ég var komin að fremsta hlunn með að bjóða borgarfulltrúa Pírata að finna fyrir hana góðan sálfræðing. Það hlýtur að búa mikið undir þegar hvert tækifæri innan sem utan borgarstjórnar er notað til að hatast út í annan einstakling með þessum hætti. Sama gerðist reyndar í Silfrinu þar sem Sigurborg gat ekki á sér setið. Er þetta ekki komið út í meiðyrði? Alla vega á þetta ekki heima í borgarstjórn svo mikið er víst og gildir engu um hverja ræðir. Við vorum kosin til að gæta hagsmuna borgarbúa, það er okkar hlutverk í borgarstjórn. Held bara að borgarstjóra hafi verð skemmt, svei mér þá, var alla vega mín upplifun. Hann beitti sér í það minnsta ekki neitt til að stoppa þennan vitleysisgang sem meirihlutinn kallar yfir sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband