Knarrarvogurinn 460 milljónir

Knarrarvogur 2 rifið en fyrst keypt fyrir 460 milljónir

Bókun Flokks fólksins við liðnum Knarrarvogur 2 - kaup á fasteign. Knarrarvogur 2

Að eyða 460 milljónum til að kaupa hús til niðurrifs fyrir borgarlínu þegar fyrirtækið ,,Betri samgöngur ohf." á að fjármagna Borgarlínuverkefnið hlýtur að vera á gráu svæði vægast sagt og þar að auki virðist verðið fyrir niðurrifið vera mjög hátt. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta ekki ganga upp. 

Það skýtur skökku við að Reykjavíkurborg sé að verja hálfum milljarði af skattfé borgarbúa í að kaupa húsnæði til niðurrifs til að búa til rými fyrir borgarlínu. Fyrirliggjandi er verðmat tveggja aðila sem er langt fyrir neðan það kaupverð sem liggur fyrir í gögnum.  Hér er því verið að greiða yfirverð fyrir eign sem á að rífa undir borgarlínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband