Ung börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum

Ég bókaði þetta undir liðnum umræða um "Eldgos á Reykjanesskaga" í borgarráði í morgun.

"Í borgarráði var umræða um eldgosið á Reykjanesskaga sem er það þriðja á jafnmörgum árum á svæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af ýmsu í sambandi við þetta gos en mest þó af því að einstaka foreldrar eru að fara með ung börn sín að gosinu, jafnvel ungabörn. Ferðin er tyrfin og oft er mengun mikil, og jafnvel við hættumörk sem gæti skaðað öndunarfæri barna sem enn eru að þroskast. Vissulega er það þannig að borgarráð hefur ekkert um þessi mál að segja heldur er þetta í höndum lögreglustjóra Suðurnesja. Fulltrúi Flokks fólksins vill engu að síður tjá sig um þessar áhyggjur í bókun. Einnig er það afar leiðinlegt að lesa um neikvæða framkomu sumra gagnvart sjálfboðaliðum og öðrum sem standa vaktina á svæðinu þótt langflestir séu til fyrirmyndar og sýni skilning, alúð og kurteisi. Flokkur fólksins vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem bjóða fram krafta sína við þessar aðstæður"

eldgos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband