Aldrei að gefast upp

Þetta er einmitt eina hugsunin sem gildir þegar börnin okkar og börn almennt séð eru annars vegar. Aldrei að gefast upp.

Kastljósið fjallaði aftur um hina ungu móður, Dagbjörtu  sem var neydd til að fara frá BNA og skilja barn sitt eftir í umsjón föðurömmu barnsins. Eins og fram kom í þættinum þarf hún að drífa sig út og ganga í málið sem er flókið og sennilega afar tímafrekt svo ekki séð minnst á kostnaðarsamt. Aðalatriðið er að missa aldrei vonina.

Dagbjört þarfnast stuðnings sem flestra og ef ég þekki íslensku þjóðina rétt þá hjálpum við henni sem best við getum. Tilhugsunin um að málinu ljúki nú og með þessum hætti er óásættanleg að mínu mati.

Kastljósið á hrós skilið fyrir þessa umfjöllun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband