Flugdólgar óskemmtilegir samferðarmenn

Mikið lifandi skelfing held ég það sé ömurlegt að vera um borð í flugvél þar sem einhver tekur upp á því að láta dólgslega. Það er einmitt í flugvél sem maður vill síst af öllu vera í námunda við einstaklinga sem viðhafa dólgshegðun því engin er jú undankomuleiðin. Ekki þarf að spyrja að líðan farþegana sem þurftu að þola að horfa upp á manninn láta ófriðlega, áreita flugfreyjur og abbast upp á farþegana. Slík hegðun skapar mikið óöryggi og kvíða í aðstæðum þar sem ekkert er hægt að gera nema bíða og vona að maðurinn róist. Fyrir þá sem eru flughræddir eða óöryggir í flugvél þá er upplifun sem þessi ekki á það bætandi. Gott ef það fólk nær sér aftur eftir svo neikvæða reynslu.

Ekki þarf að spyrja að því að flugdólgurinn var ölvaður.  Sennilega lætur engin svona allsgáður, alla vega ekki um borð í flugvél. Ég velti því fyrir mér hvernig manninum leið með þetta þegar runnið hafði af honum. Eins og vitað er þá hefur áfengi þannig áhrif á sumt fólk að það gjörsamlega umturnast. Það á líka við um marga sem eru að öllu jöfnu rólyndis fólk. Þessi maður er klárlega einn af þeim sem ætti að láta áfengi með öllu vera.  Vonandi verður þetta til þess að hann ákveður að gera eitthvað í sínum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er varla mikið mál að láta fullorðið fólk "blása í blöðru" áður en það fær að ganga um borð.

Vesturbæingurinn síkáti (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta skeður ekki oft sem betur fer,en svona er þetta ,það er alltaf einhver sem ekki kann fótum sinum forráð eins og sagt er!!/en svona eru þessu nýju lög,engin hefur kært nema Lögreglan fyrir mótþróa ,og þessi viðurlög voru að hæka verulega eða allt að 8 ára fangelsi/er þetta retta leiðin,spir bara sálfræðinginn um skoðun á þvi/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 23.7.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er mjög aðþrengjandi upplifun að lenda mjög nálægt fólki í flugvél sem er í fylleríisrugli - þó ekki sé beinlínis um "flugdólgs"hegðun að ræða heldur bara illa drukkið fólk. Mér finnst flugfreyjurnar oft eiga mikið hrós skilið fyrir endalausa þolinmæði og þjónustuviðmót í svona aðstæðum.

Marta B Helgadóttir, 23.7.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já Halli, mér finnst það þurfi að vera vel skilgreind viðurlög við þessu ekki bara vegna þess hversu mikill ami fylgir svona hegðun heldur líka að þarna er verið að stofna öryggi flugvélarinnar í hættu. Hversu miklar sektir eða fangelsi læt ég aðra stétt um að ákveða en einnig væri kannski hægt að dæma flugdólga í áfengismeðferð.  Að dæma í meðferð tíðkast t.d. í USA.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 09:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband