Stýribankinn hækkar seðlavexti

Stýribankinn hækkar seðlavexti eru reyndar mismæli sem mér bárust til eyrna og nú í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0.45 prósent stóðst ég ekki freistingarinnar að setja þetta hér á bloggið.
Þessi víxlun er ekki bara skemmtilegt heldur einnig einstaklega rökræn. Seðlabankinn er jú sannarlega stýribanki og stýrivextir vissulega seðlavextir.

Hvork hækkun þessi einmitt nú er til góðs eða ills fyrir land og þjóð er síðan allt annað mál enda sýnist sitt hverjum um það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Að Seðlabankinn skuli skjóta upp þessum "aðvörunarskotum" núna á þessum tímapunkti er mjög óvænt, og verður dýrkeypt flugeldasýning fyrir þá sem skulda. Líklega er þetta gert til að skapa aðhald í komandi kjarasamningum. 

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Er nú ekkert voðalega glöð yfir þessum hækkunum, fram kom í fréttum í kvöld að stýrivextir væru 4% í Evrópu og að norðmenn voru að fara á límingunum yfir að þar hækkuðu þessir vextir í 5% , Halló, hvað er eiginlega málið með Ísland og þessa okurvexti hér sem eru hvað, lítil 13. eitthvað % , ja, það er allavega ekki gott að vera fátækur öryrki og námsmaður með þessa vaxtaógn yfir sér, það get ég svo guð svarið

kv. Badda

Bjarney Hallgrímsdóttir, 4.11.2007 kl. 02:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband