Fuglasöngur á aðfangadag

Það sem gladdi hvað mest á aðfangadag voru fuglarnir á fóðurbretti sem við höfum komið fyrir í tréi fyrir utan húsið okkar hér í Seljahverfinu.
Þar gæddu Auðnutittlingar og einstaka þröstur sér á korni og jarðarberjum. 
Við opinn glugga mátti heyra fuglasöng og tíst sem úti væri hásumar.
Litlu krílin voru alsæl. 
Mikið er nú gaman að huga að þeim allra smæstu svona í miðju jólaamstri.
Ég reyndi að ná góðri mynd af hópnum en þar sem aldrei birti almennilega þennan dag er hún ekki alveg nógu skýr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er yndisleg færsla Kolbrún mín.  Fátt er jafn dásamlegt og að gleðja aðra hvort sem það eru dýr eða menn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Kolbrún mín ég er alveg sammála. Ásthildi

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 19:44

3 identicon

Yndislegt.Gleðilega hátíð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband