Já frú ráðherra

Nokkuð hefur verið skrafað og skeggrætt um hvort halda eigi í
titilinn ráðherra eða hvort eigi að skipta honum út fyrir eitthvað
annað hugtak sem bæði kynin geta borið gegni þau þessu
virðingarmikla embætti.

Sitt sýnist hverjum eins og gengur.
Persónulega finnst mér þetta gott eins og það er enda er erfitt að
finna hugtak sem falið getur í sér nákvæmlega sömu merkingu
og orðið ráðherra.  Það er ekki einungis merkingin heldur einnig
skynjunin og skilningurinn á bak við orðið sem hér um ræðir.
Allt fram til þessa dags höfum við kallað þá sem þessu embætti
gegna ráðherra og gildir þá einu hvers kyns viðkomandi er.


Sú var tíðin að engin kona sat á ráðherrastól hér á landi en
nú er það að verða æ algengara að konur gegni þessu embætti
sem öðru í  samfélaginu. 
Þess vegna er það svo sem ekki skrýtið að einhverjir sjái það
tímabært að finna nýjan titil sem vísað getur til beggja kynja.
Fyrir minn smekk myndi ég helst vilja nota orðið ráðherra áfram.
Hugtakið forseti er einnig karlkynsorð og höfum við leyst málið með
því að segja frú forseti sbr. þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti.


Í 24 stundum í fyrradag var verið að fjalla um þetta og bar pistillinn
yfirskriftina Ráðherfa og laun láglaunakvenna.
Þar segir að „Samfylkingin hafi mælt með þingsályktunartillögu
á Alþingi þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa
breytingar í þessa átt.

Þingmaður VG sagði að sér hugnuðust vel breytingar að tekið
yrði upp orð sem hefði á sér annan blæ, lausna við
drottnunar- og yfirburðatilburði.“


Ráðherra, það vil ég verða,
vænti mikils af því.
Víst þykja Vinstri grænum ég herfa
og vilja helst láta mig hverfa.
(KB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vil hafa þetta svona eins og það hefur alltaf verið  RÁÐHERRAR.´Góð vísan þín Kolbrún mín. Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Bumba

Tek heils hugar undir pistil þinn og einnig undir svar Kötlu. Og góð hjá þér vísan. Með beztu kveðju.

Bumba, 7.2.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sumir tapa sér svo í smáariðunum og orðhengilshættinum að þeir missa alla yfirsýn og eru löngu hættir að gera sér grein fyrir því að það er reginmunur milli málfræðikyns og kynferðis.

Hét ekki Margrét I. fullmektugur húsbóndi í Danaveldi? Var ekki Bergþóra drengur góður? Konur hafa verið skörungar og karlar bæði hetjur og kempur. Bæði karlar og konur hafa verið gungur og lyddur og raggeitur o.sv.fr. Þuríður var formaður og  Binni var aflakló.

Múlbindum ekki tungumálið í þágu pólitísks rétttrúnaðar á hverjum tíma. Við gætum þurft að endurrita bókmenntir okkar allar upp á nýtt ef látið verður undan svona uppgerðar viðkvæmni. 

Emil Örn Kristjánsson, 8.2.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki breyta þessum orðum plís "" mér finnst halló ef það þarf að gera það.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það leysir engan vanda að skipta um nafn á hlutnum, vandinn frestast bara.

Er málefnastaðan svona veik og verkefnaleysið svona mikið, æ æ

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 13:44

6 Smámynd: Georg Birgisson

Sting upp á Ráðherra og Ráðskona.

Georg Birgisson, 8.2.2008 kl. 14:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband