Þvagleggsmálið og horngrýtis kjaftæði

Það er fagnaðarefni að með nýrri reglugerð sem samgönguráðherra hefur nú undirritað er nú loku fyrir það skotið að hið svo kallaða þvagleggsmál endurtaki sig.

Með þessari reglugerð eru verklagsreglur skýrðar vegna töku sýna þegar grunur leikur á um að ekið hafi verið undir áhrifum.
Frábært!

Hins vegar er ekki eins skemmtilegt til þess að vita að hann Árni Johnsen vísi til umræðunnar um krónu og evru sem hvimleiða og leggur til að við hættum þessu horngrýtis kjaftæði eins og hann orðaði það.

  
Vonandi áttar Árni sig á því fyrr en seinna að það er engin lausn fólgin í því að þagga mál í hel.

Það hefur margsinnis komið fram hjá forsætisráðherra að á þessu kjörtímabili verður ekki tekin ákvörðun um eitt eða neitt í þessu sambandi enda krefst það mikils undirbúnings og jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Öll umræða er bráðnauðsynleg og bara af hinu góða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott ef samgönguráðherra hefur gefið út reglugerð til að stöðva svona vinnubrögð ( skil samt ekki hversvegna hann gefur út reglugerð um starfshætti Lögreglu).

Varðandi umræður um ESB, þá verður að ræða málið, ég tek undir það, þó mér finnist persónulega að umsókn um aðild af ESB væri landráð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála það þarf að ræða þessi má af skynsemi og það er rétt að forsætisráðherra er alltaf að segja að þetta verður ekki gert á þessu kjörtímabili.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 12:28

3 identicon

Sannála þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og helgarkveðja   Egg Painting 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Njóttu helgarinnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband