Komnar úr eggjaeign.

Það hefur fjölgað í hópi ellilífeyrisþega í Breiðholtinu.
Hænurnar okkar eru orðnar aldraðar og líkast til á leið úr eggjaeign.
Elli kerling heimsækir okkur öll fyrr en síðar og gildir þá einu um hvers lags lífveru er að ræða.

Það er að byrja að fjara undan mínum elskulegu.  Þær eru mikið til hættar að verpa.  Egg í varpkassa telst frekar til undantekningar en reglu.   

Það færir okkur gleði að hugsa um að þessar góðu hænur hafa átt gott líf.  Það hefur verið séð vel um þær og tvö síðastliðin sumur hafa þær farið í sveitina þar sem þær hafa fengið að valsa um sælar og glaðar.

Þessar elskur hafa verið örlátar á afurðirnar og eiga sannarlega skilið að eiga friðsælt ævikvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já blessaðar hænurnar það er gott að þeim líður vel í sveitinni.

Eigðu góða helgi Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.3.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

áttu ekki hana líka, ef til vill geturðu fengið þær til að liggja á í vor, og fá unga.  Sömuleiðis góða helgi til þín Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei, enginn hani Ásthildur mín, það gekk ekki hérna í Breiðholtinu. Við reyndum það en sáum svo að við gátum ekki boðið nágrönnunum upp á hanagal í bítið alla morgna.

Góða helgi sömuleiðis.

Kolbrún Baldursdóttir, 14.3.2008 kl. 18:53

4 identicon

Ha ertu með hænur?Landnámshænur ?Svona alla vegana á litinn?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já einmitt Birna, landnámshænur, skrautlegar og dálítið villtar.
Þetta er fimmta sumarið sem við eigum þær og hefur hænsnabúskapurinn gefið okkur mikla gleði svo ekki sé minnst á eggin. 

Við höfum ekki enn ákveðið hvort við höldum áfram með hænsni eftir að dagar þessara eru taldir.

Við væntum þess að fá hund í sumar af Dalmatíukyni og kannski mun það bara verða nóg vinna í kringum það.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 19:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband