Smá sekur eða svo að segja saklaus?

Í viðtali við Árna Johnsen í Kastljósinu í gær var rætt um eitt og annað í sambandi við dóma, réttarkerfið, einstaka mál eins Baugsmálið og síðan mál Árna sjálfs.

Árni sagðist þó tregur að ræða sitt eigið mál, en hafði þó einstakar setningar um það m.a. hans reynslu af réttarkerfinu þegar hann sat hinum megin við borðið eins og hann orðaði það.

Ég man þetta viðtal nú ekki orðrétt en fékk það á tilfinninguna að Árni sé ekki alveg að taka ábyrgð á því broti (brotum) sem hann var dæmdur fyrir hér um árið.  Það er allt eins að heyra á máli hans að hann telji að á sér hafi verið brotið með því að dæma hann til fangelsisvistar, í það minnsta má merkja að honum hafi fundist málsmeðferð sín í réttarkerfinu og niðurstaða hennar ósanngjörn.

Annars á Árni skilið hrós fyrir margt. Hann er eljusamur og trúr sínu sveitarfélagi.  Einnig það að hann tók prófkjörsslaginn aftur og komst á ný inn á þing þrátt fyrir allt sem á undan var gengið í lífi hans er mjög athyglisvert. Það sýnir mikla þrautseigju og uppgjöf er Árna greinilega ekki í blóð borin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Iðrun?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.7.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gunnar Þór, er ekki munur á að afplána dóminn þótt ekki sé í auðmýjt gert og að firrtast við þegar armur laganna nær taki á sakamanni?

Svo er auðvitað annað mál að stór hluti ákæruatriða var fyrndur.

Þú ert stundum (alltaf) svo pólitískur að það villir þér sýn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.7.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sammála, þetta hefur ekkert að gera með pólitík og um enga skömm er að ræða. Að taka ranga ákvörðun/ gera mistök getur hent alla og gildir þá einum um hvaða stjórnmálaafli viðkomandi tilheyrir. Sjálfsagt er þó að taka ábyrgð á því sem maður hefur verið sakfelldur fyrir.

Öll höfum við tekið ranga ákvörðun á einhverjum tímapunkti, stundum sloppið fyrir horn en stundum hafa afleiðingar verið alvarlegri.
Gott er ef maður gæti náð þeim þroska að viðurkenna mistökin, læra af þeim og halda svo áfram.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árni hótaði í viðtali við Bylgjuna að fletta ofan af spillingaröflunum.      Ætli einhverjir flokksbræður hans skilji sendinguna og skjálfi nú á beinunum? 

Sigurður Þórðarson, 9.7.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Afplánun refsingar er það sem hægt er að gera kröfu til fyrir afbrot, ekki annað.  Spurning hvort Gunnar hafi hugmyndir um eitthvað annað?

Er ekki að mæla því bót sem gert var, en sá sem hefur tekið út sína refsingu á ekki að vera minni maður eftir, það fer gegn öllum góðum gildum í samfélaginu og í raun opinberar það hversu menn líta afplánun sem betrun.

Hitt er annað hver eiga að vera almenn hæfisskilyrði þingmanna og ráðherra.  Johnsen er alla vega með munn sem hann notar í sínu byggðarlagi - og víðar.  Er sumum ónytjungum öðrum á þingi til eftirbreytni.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 10.7.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

'Eg vil frekar skoða hvaða skyldaboðum 'Arni var að reyna að koma á framfæri, hvað þorir hann eða vill ekki segja, er það hugsanlegt að hluti fjármagnsins sem notað var í Lagfæringinuna á Þjóðleikshúsinu hafi ekki allar runnið í verkið, var verið að gera upp hús í Reykjavík á svipuðum tíma. ! Hvaða hús var það ? Það er rétt að hann stal fyrir sig en mátti hann semsagt stela fyrir aðra ?

Og nú síðast gagnrýndi hann flokkinn og samtrygginguna, það má enginn sem er í ámóta stöðu og hann. Er það ekki sam og koma sér á dauðalista flokksins ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 10.7.2008 kl. 00:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband