Hið meinta faðmlag Kjartans og Geirs og trúverðugleiki fjölmiðla

Það vakti furðu mína að lesa það í Fréttablaðinu í gær að Geir og Kjartan áttu að hafa fallist í faðma eftir ræðu Kjartans undir dynjandi lófaklappi fundargesta.

Ég sat tiltölulega nærri Kjartani á fundinum og Geir sat ásamt ráðherrum upp á palli enda voru pallborðsumræður í gangi.  Hvorki Geir né Kjartan hreyfðu sig úr stað eftir að Kjartan hafði lokið máli sínu og áttu þess því engan kost að faðmast, slík var fjarlægðin á milli þeirra. Satt er að það var dynjandi lófaklapp þegar Kjartan hafði lokið máli sínu en ekkert faðmlag átti sér stað.

Hvað þetta tiltekna atriði varðar þá skaðar það svo sem engan að trúa því að Kjartan og Geir hafi fallist í faðma enda vinir og samherjar til langs tíma.

Þetta vekur hins vegar upp spurningar um trúverðugleika fjölmiðla almennt séð, þ.e. hvort mikið kunni að vera um rangfærslur eða ýkjur, sumar kannski saklausar en aðrar alvarlegri sem komið gætu mönnum og málefnum illa og jafnvel haft neikvæðar/skaðlegar afleiðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Trúverðugleiki verður á þessum tímum að koma annarstaðar frá en 4 valdinu. ! Trúverðugleiki er það sem almenningur leitar eftir í dag.

Kolbrún bentu mér á hvar hann er að fá ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 13.10.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þorsteinn minn, verðum við ekki að treysta stjórnvöldum þegar svona staða kemur upp og gildir þá einu hverjir eru við stjórnvölinn hverju sinni?

Ég myndi halda að þar væri að fá upplýsingar sem komast hvað næst ákveðnum raunveruleika.

Margir fjölmiðlamenn eru sannarlega bæði vandað fólk og miklir fagmenn. Það er mín reynsla af stéttinni.

Í fjölmiðlaréttinni er að finna mikið af vönu og reyndu fólki sem fer vel með upplýsingar. En fjölmiðlastéttin er eins og aðrar stéttir, fólk er mis-faglegt og með mis-langa/stutta reynslu bara eins og gengur. Okkar er síðan að ákveða hverju við viljum trúa.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halló, halló. Samkvæmt fréttum af fundinum var búið að loka fundinum fyrir fréttamönnum þegar Kjartan flutti sína ræðu. Fréttamaður Fréttablaðsins var því ekki beinn áhorfandi af atburðum.

Meint faðmlag þeirra Kjartans og Geirs er því frásögn fundarmanna af atburðum. Ýkjur og ósannindi eru því þeirra en ekki blaðsins. Það væri nær að spyrja um trúverðugleika heimildarmanna blaðsins, Sjálfstæðismanna sem sátu fundinn.

Árinni kennir illur ræðari og slíkt er alltaf lélegt og löðurmannlegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það er rétt Axel, fundurinn var lokaður, og rétt er að ekkert verður sannað af eða á í þessu enda kannski ekki aðalatriði hér og nú.

Það er hins vegar afar skrýtið að ímynda sér að spurnir hafi borist af faðmlagi tveggja manna sem voru í margra metra fjarlægð og hreyfðu sig ekki úr stað á meðan fyrirspurnir og ræður voru fluttar í hátt á annan klukkutíma.

Þetta er náttúrulega bara gott dæmi um þá staðreynd að af mörgu er að hyggja í frétta- og blaðamennsku ef viðkomandi sem skrifar fréttina er ekki sjálfur á staðnum heldur treystir á heimildarmann. Hætta á misskilningi og rangtúlkunum er augljós nema sérstaklega sé aðgætt.

Kolbrún Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 20:39

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég þakka þér innilega fyrir ábendinguna, en þú ert semsagt að segja mér að ef ég hefði verið þegn í þriðja ríkinu þá hefði ég átt að treysta Hitler, og þegn í Ruslandi forðum Stalín, gömlu Kína, Maó og í dag USA, Bush ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 13.10.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mæli með viðtölum við Sigursteinn Másson og Einar S Kvaran í Kasljósinu.

Benedikt Halldórsson, 13.10.2008 kl. 21:00

7 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Það er aðeins ónákvæmni með tímasetningu "faðmlagsins". Það gerðist eftir fundinn. Sá sjálf.

Dögg Pálsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband