Klukk, klukk: tíu jákvæðir þættir í lífi mínu

 Ég hef verið klukkuð af Ásu Grétu bloggvinkonu minni og auðvitað bregst ég glöð við og skrái tíu atriði í lífi mínu sem ber að fagna og þakka fyrir.:

1.    Mest um vert er að ég hef tvær fætur til að ganga á og hendur til að gera óteljandi hluti með, með öðrum orðum, ég get hreyft mig.

2.    Ég hef lifað tæp 50 ár án STÓR áfalla og þá meina ég áföll sem umbylta öllu lífi manns þannig að stórskaði verður.

3.    Ég er þakklát fyrir að geta lifað við öryggi, að ég á heimili og að hafa hitt manninn minn en hans innlegg í mína tilveru er ómetalegt.

4.    Ég er við ágæta heilsu og finn að með því að hlúa að líkama og sál get ég haft áhrif á að þannig megi það verða sem lengst.

5.    Mér tókst að eignast 2 börn, yndislegar dætur og uppgötvaði einnig að börnin koma ekki endilega eftir pöntun. Þess vegna er ég þakklátari fyrir þessi tvö en orð geta lýst.

6.    Orka, elja, þrautseigja og samkennd með öðrum eru þættir í fari mínu sem ég hef reynt að þroska og nýta sem flestum til góðs.

7.    Ég er ánægð með að hafa náð að beisla hvatvísina sem fylgir gjarnan fólki sem fætt er í merki Hrútsins.

8.    Ég er þakklát fyrir að eiga auðvelt með að vera í góðu skapi.

9.    Ég gleðst yfir sérhverjum degi sem ég vakna til og reyni að muna að þakka fyrir hann þegar ég loka augunum á kvöldin.

10. Ég þakka fyrir öll þau góðu samskipti sem ég við fólk á ýmsum stöðum, í vinnunni Áslandsskóla, við skjólstæðinga mína vítt og breytt, við starfsmenn ýmis konar stofnanna og marga, marga fleiri.

Varpa svo boltanum yfir til Önnu Kristjánsd., Arnars Geirs, og Carlosar.
Góða skemmtun og góða nótt.


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvittun: http://carlos.blog.is/blog/carlos/entry/690093

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:27

2 identicon

Takk fyrir þetta jákvæða blogg þitt elsku Kolbrún og að bregðast við klukkinu mínu.

Það er svo notalegt í allri neikvæðu umræðunni að lesa svona yfir.

Vildi segja þér að ég horfði á ÍNN í gærkvöldi - klikkaði ekki - og þú ert mjög góður spyrill - dugleg að ná fram breidd í umræðuna.

Greinilegt að þessi Ragnheiður hefur aldeilis þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum fram á fullorðins ár og það litar alla hennar framkomu enn þann dag í dag - það er ljóst að hún er hörkudugleg að standa í lappirnar sama á hverju gegnur!!! Var gaman að fylgjast með ykkur spjalla saman.

Vonandi man ég eftir að horfa á þig næst...

Ása (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband